Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ síðan lagður lítill bómullarvöndull, rakur af spiritus, yfir sjálft fleiðr- ið. Þá er táin staðdeyfð og gerð blóðlaus, Siðan er gerður bogadreg- inn skurður í heilu holdi eftir inn- jaðri táarinnar, svo langt upp, sem nöglin nær, og framan hennar seni svari þriðjung breiddar naglarinn- ar, og inn að beini. Þá er með öðrum bogaskurði, jafndjúpum, numinn 6 mm. breiður fleygur úr holdinu, hann tekinn burtu og sárið saumað saman með 4—5 smásaum- um. Helst þá holdið frá nöglinni og leitar ekki á hana aftur. Eftir vikutíma bati, en venjulega aðgerð- in tekur 19 daga að meðaltali, og í 13% tekur sjúkd. sig upp aftur. (J. Rm. Med. Ass. 10/4. '37). Hypertcnsio. Ef sjúkl. fer frá lækninum áhyggjufyllri urn sjúk- dóm sinn og heilsu en hann var fyr, niá búast við því, að læknir- inn hafi unnið honum meira tión en unt er að bæta, með öllum lækn- ingaaðferðum. — — Lifi sjúkl. hóflega hvað starf, mat og nautnir snertir, er engin ástæða til þess að láta hann breyta lifnaðarháttum. — — Eggjahvíta i fæði þarf að vera nægileg fyrir líkamann, t. d. 1 grm. pr. kilo þyngdar. Ekki er það held- ur heppilegt, að draga nijög mat- arsalt við sjúkl. Kaffi má og nota i hófi, en ekki að kvöldinu. Tóliak og áfengi má og nota, en gætilega. Afengi getur bætt svefninn. (Carl Múller í T. f. n. L. 15/6. '37). Bólusótt og svartidaudi flytjast við og við til stóru hafnarbæjanna í Norðurálfunni austan úr löndum. Þannig hafa ekki færri en 138 sjúkl. í París sýþst af svartadauða síð- ustu 20 árin. Rottur í skipum hafa liorið veikina. Þá hefir og væg bólusótt (alastrim) gengið í Eng- landi í mörg ár. Bersýnilega get- 119 um vér átt á hættu, að sóttir þess- ar berist hingað. (Lancet 30/1. '37) Beinbrot og fceöi. Fæstir læknar munu hugsa um það, að fœöið get- ur haft mikil álirif á þaö, liversu beinbrot gróa, getur jafnvel vald- ið því, að þau grói alls ekki. Sér- staklega fer svo fyrir skyrbjúgs- sjúklingum (C-vitaminskortur), en beinkröm (D-skortur) hefir og svipuð áhrif. Mikill callus myndast, en bein gerist illa eða ekki. Við A-efnisskort myndast litill callus. en brotið grær þó á venjulegum tíma. Við B-skort grær brotið eðli- lega. Þó þetta sé fundið með tilraun- unr á marsvínum og rottum, má gera ráð fyrir, að svo sé og á mönn- um. Það er því nauðsynlegt, að at- huga, hverskonar fæði beinbrots- sjúkl. hafa, ekki síst fátæklingar. (John Hertz: Studier over Frak- turhelningen. Kbh. 1936). Anacmia perniciosa. Nýja þekk- ingin á þessum sjúkdómi kemur bersýnilega að gagni. Á árunum 1927—33 hefir manndauði úr henni minkað i Englandi ijm 24% á körl- um og 21% á konum. — Höfum vér hagnýtt oss þessar framfarir sem skyldi ? (T. n. lægeforen. 15. apr. ’37). Lœgsti nianndauði. Eins og kunn- ugt er stöndum vér furðu vel að vigi á síðustu árunt hvað mann- dauða snertir, og búa þó margir við lítinn kost og léleg húsakynni, ekki síst i sveitum. Þegar þess er gætt, hve langt vér stöndum að baki flestra nágrannaþjóða í ýmsum heilbrigðismálum, mætti vænta þess að manndauði væri hér rniklu meiri en hjá þeim, en hann hefir verið á árunum 1930—34 þessi:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.