Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 10
LÆKNAB LAÐIÐ 130 á hvaSa deildum ? Að mínu áliti á eyrnadeildum, þar sem eyrnalækn- ar hljóta aS hafa mesta reynslu í meöferö á orsakasjúkdómnum. Bólgur og ígeröir myndast næst- um því aldrei prímært í orbita. I flestum tilfellum eru það sjúkdóm- ar í öðrum orgönum, sérstaklega nærliggjandi, en þó einnig fjær- liggjandi, sem eru þessu valdir. Það eru fáar regionir, sem geta inficerast frá eins mörgum stöð- um eins og orbita : frá bulbus, enn- isholum, kjálkaholum, sin. spheno- id., cell. ethmoid, tönnum, andlits- húð, augnalokum, conjunctiva, miðeyra, cav. cranii, tonsillum og ef til vill sem metastasar frá öðr- um fjarliggjandi orgönum. Langalgengasta orsökin er rhinogenar affectionir, þ. e. a. s. bólgur (ígerðir) í nefafholum. Af þeim 35 tilfellum, sem eg athugaði, voru 27 af rhinogn uppruna, eða 77%. Mygind athugaði 35 tilfelli. Han fann 25, eða 71% af rhino- gen uppruna. Ehlers fann 60% af rhinogen uppruna. Louis Hubert 79%. Roued (eyrnadeild St. Josefs spitalans í Esbjerg) fann 90% — 18 tilfelli af 20. Birch-Hirschfeld, sem mér vitanlega hefir athugað flest tilfelli, fann af 684 tilfellum að 409, eða tæp 60%, voru af rhinogen uppruna. En hann tekur það fram, að mörg af tilfellum hans séu gömul, frá þeim tímum, þegar sjúkdómar í nefafholum voru lítt þektir, og eins og fyr er getið, að margra áliti væru secund- ærir, komnir frá sjúkdómum í or- bita. Af þeim 8 tilfellum, sem eftir eru, voru 3 af facial uppruna, 1 af traumatiskum uppruna, 2 af den- tal uppruna og 2 vegna tumora. í einu tilfelli, sem eg tel undir fac- ial uppruna, var um erysipelas að ræða, sem kom eftir operation við otitis media. Þegar maður athug- ar að infektionin getur á ýmsan hátt borist til orbita og frá orbita til annara líkamshluta, og á þann hátt verið völd að sjónskemd eða sjónmissi og jafnvel fjörtjóni, verður það ljóst, að hér er að ræða um sjúkdóma, sem bæði eru alvar- legir og erfiðir viðureignar. í litteraturnum eru þessar sjúk- dómsmyndir einu nafni nefndar: bólgur í orbita, og skiftast í: abs- cessus orbitae, phlegmona orbitae, cellulitis orbitae, thromophlebitis orbitae o.fl. Þessi skipting er bygð á pato- logisk-anatomiskum breytingum, sem kliniskt séð hafa litla þýðingu, vegna þess að það er sjaldan að maður finni sjúkdóminn í þeirri mynd, að eingöngu sé að ræða um ástand, þar sem aðeins ein tegund af ofantöldu patologisk-anatomisk- um breytingum finst, heldur er venjan sú, að ein eða fLeiri af þessum breytingum fari saman eða hvor á eftir annari í sömu sjúk- dómsmynd. Maður verður nefnilega að hafa í huga hvernig orbita er byggð, á allar hliðar afmörkuð af beinum, en að framan lokuð með bulbus, sem lætur undan. Það er rnikið af venum í orbita og einnig mikill bandvefur og fituvefur, sem lætur líka mjög vel undan. Þegar því blóðið í venunum eykst og vefur- inn vökvafyllist, verður þröngt í orbita og einasta leiðin til þess, að það sé rúm fyrir þetta alt, verður því sú, að bulbus færist fram. En við þetta kemur fram sjúkdóms- mynd, sem lítur heiftarlega út, sér- staklega vegna þess, að hún næst- um því altaf myndast skyndilega — er akut —, en sem alls ekki þarf að vera einkenni upp á ígerð eða sjúkdóm í sjálfri orbita. Ef menn ekki þekkja þessa sjúkdómsmynd og vita að hún getur stafað frá fleiru en ígerðum (bólgum) í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.