Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 20
140 LÆKNABLAÐIÐ Það höfðu verið miklir krampa- drættir í h. útlimum og í andliti. Hafði selt upp viðstöðulaust. Þegar hann kom á deildina var hann meðvitundarlaus, cyano- tiskur, og greip andann á lofti. Það voru miklir krampadrættir í andlitinu, sérstaklega h. meg- in. H. útlimir voru paretiskir, en stundum komu í þá snöggar hreyfingar samtímis andlits- hreyfingum. Augun voru fixer- uð upp á við til hægri. -f- ny- stagmus til hægri. Sjúkl. er al- veg stífur í hálsinum. -|- Ker- nig. —i— Babinski. Það var gerð revision og kraniotomi. Það fundust granulationir og ostitis í ennisholunni. Punctio cerebri: ekkert pus. Það voru daglega taldar frumur, þann 2/9 voru þær 10800/3. Sjúkl. var oftast meðvitundarlaus og með krampa. 2/9 var aftur gerð punctio cerebri i lob. front., og fanst þá daunillur gröftur í 2 cm. dýpi. Maður kom inn í stóra holu og hafði grun um að hún stæði í sambandi við ventriku- lus. Það var sett inn draen. Eft- ir þetta minkaði frumufjöldinn í mænuvökva, en sjúkl. var altaf stirður í hálsliðunum og kvart- aði undan höfuðverk. Heilaabs- cessinn tæmdi sig, og sjúkl. leið vel þar til 9/12. Þá fékk hann höfuðverk aftur, seldi mikið upp og varð sljórri. Punctio lumbalis: 4200/3 frumur. Við punctio cerebri fanst aftur pus. Eftir þetta fór honum aftur, var oft með óráði og meðvitundar- laus. 29/12 mors. Sjúkl. var alt af afebril, nema síðustu 2 daga (39°)- Við ophthalmosc.: fanst stasepapil. Bakteriolog. rann- sókn á greftri: streptococ. aure- us. Það var ekki gerð sektion. Diagn.: Absc. cerebri., lepto- meningit. purulenta. Hvernig myndast þessar intra- kraniellu komplikationir ? Koma þær frá orbita eða frá nefafhol- um ? Þær geta komið frá báðum stöð- um. Frá orbita getur infektion. borist inn í sin. cavernosus og þannig intrakranielt. Kemur þetta helst fyrir við phlegmonur aftan til í orbita, þegar myndast throm- bophlebitis í vena ophthalmica. En þetta er þó sjaldgæft. Algengara er að infektionin berist frá nefaf- holum, annað hvort vegna throm- bophlebitis í venum í nefi, eða þá vegna perforationar inn í cav. cranii. Nefafholubólgan getur þannig næstum samtímis perforer- að bæði inn í orbita og inn í cav. cranii. Orbitalkomplikationin verð- ur altaf mest áberandi, en þar með er ekki sagt að þetta sé alvarleg- asta hlið sjúkdómsins. Uppruna- sjúkdómsins er að leita í, nefafhol- um, og þessi sjúkdómur getur leitt til dauða, ef intrakraniellar komp- likationir myndast. Það verður að hafa nákvæmar gætur á sjúkl., því oft koma intrakraniellu symptom- in ekki fram fyr en eftir að búið er að operera, eins og séð verður á síðustu sjúkrasögu. Það er áríð- andi að gera lumbalpunctio, því við rannsókn á mænuvökva fær mað- ur oft vissu fyrir heilakomplikati- onum áður en önnur einkenni eru komin í ljós upp á þetta. S. H. Mygind ræður til þess við osteomylitis í flötu beinunum og abscessus cerebri, sem næstum alt- af í þessu sambandi er i lob. front. og því erfitt að diagnostisera, að gera það sem hann kallar „Ned- klapning", þ.e.a.s. höfuðleðrinu er flett niður og sjúki beinavefurinn er tekinn burt. Eg hefi séð þessa aðferð gerða í nokkrum tilfellum og með góðum árangri. Af öðrum hættulgum kompli- kationum var í 2 tilfellum um sep-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.