Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1941, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.07.1941, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓRN: JÓHANN SÆMUNDSSON, JÓN STEFFENSEN, JÚLÍUS SIGURJÓNSSON. 27. árg. Reykjavík 1941. 5. tbl. " Lyfseðlasyndir. Eftir Valtý Albertsson. Oft fer vel á því aö gefa sjúk- lingi 2 eöa fleiri lyf í einu vegna heppilegra samverkana þeirra (synergismus, potentiatio) og hafa margar slíkar compositiones hlot- iö maklega viöurkenningu. Áöur fyr var oftrú meðal lækna á syn- ergismus lyfja. Þótti það um skeiö öruggur vottur um lærdóm og þekkingu læknisins, ef hann skrif- aöi nógu langa og flókna lyfseöla. í enskumælandi löndum var t. d. eitt sinn mikiö notuö mixtura, sem kennd var viö einhvern Warburg, en í henni voru hvorki meira né niinna en 36 „ingrediensar“ og margir minni spántenn uröu hálf- drættingar á við Warburg þenn- an eöa vel það. Sem betur fer er slik polyphar- macia aö mestu liðin undir lok. Sumum læknum þykir þó enn gaman að því að skrifa langa lyf- seöla, enda virðast sjúklingarnir taka þeim fegins hendi. Reynslan hefir sýnt, að i mörg- um lyfjablöndum má ekki aðeins vænta synergismus og potentiatio, heldur líka stundum antagonism- us og incompatibilitas. Verða þá stundum efni ónýt með öllu og ef til vill koma önnur, ekki með öllu skaðlaus efni, í þeirra stað. Allir læknar vita, að sjúklingi má ekki gefa samtímis joösölt og kvikasilfurssambönd vegna eitrun- arhættu. Af sömu ástæðu hefir verið ráðlagt að nota ekki brenni- steinssúr sölt á nteðan sulfapyri- din, sulfanilamid og skyld lyf eru gefin. Um þess háttar mistök ætla eg þó ekki að ræða frekar, heldur skal vikið að skyssum, sem okk- ur verður stundum á, einkuin þeg- ar viö skrifum óþarflega flókna lyfseðla. Sem betur fer eru ntis- tök þessi sjaldan stórhættuleg, enda myndi lyfjafræðingurinn þá jafnan gera lækni aðvart, en þau eru þó stundum svo alvarleg, að allt kapp ber aö leggja á, að slikt hendi ekki. Hygginn og margreyndur lyf- læknir sagði eitt sinn: Góður skot- maður notar riffil, en viðvaningur- in haglabyssu, og hann taldi það eins fráleitt að píra í sjúklingana mörgum og oft sundurleitum lyfj- um eins og þaö, að ætla sér aö skjóta útsel með rjúpnahöglum. En þetta „mixtum compositum“ hefir jafnan átt vinsældum að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.