Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 17
LÆKNAB LAÐ IÐ 9i ur og Þýzkalands. Notaöi hann tima sinn vel. Steingrímur læknir var meöal- maöur á vöxt og svaraði sér vel. Hann var prúöur í framgöngu, en ekki fasmikill, lágtalaður, dulur og stilltur, fáskiptinn um aðra, glaöur í sinn hóp, skemmtilegur og fyndinn. Steingrímur var vitur maöur og góögjarn. Skapgerö hans sterk og hlý eins og handtakið. Senr læknir hygg eg, aö Stein- grímur hafi mátt teljast í fremstu röö hérlendra manna i þeirri stétt, og liafa eöliskostir hans þar um ráðiö. Gáfur haföi hann miklar, athugun glögga, rökfasta hugsun og dómgreind í bezta lagi. llann var óvanalega laus viö hleypidóma og kreddur, sem háð getur lækn- um í starfi þeirra. Fór hann því oft eigin götur í verkum sínuin. liaíöi eigin aöferðir, sem hann eftir um- hugsun og með samþykki heil- brigðrar skynsemi, hugði eins væn- legar til árangurs og þær, sem aðrir fylgja af gömlum vana eöa trú. Er það, sem hér var sagt, hvergi ofmælt, og vita það þeir, sem til þekktu. Hjá sjúklingum sinum og sam- ferðamönnum var hann i miklum metum, og sýndu Siglfiröingar það myndarlega, aö honum lifs og liðnum, aö þeir mátu hann mik- ils, bæöi sem mann og sem læknir. Þó mest kvæði að ástsæld hans meöal Siglfirðinga, fór orö af hon- um víöar, og sóttu til hans sjúk- lingar úr öörum héruðum. Steingrímur læknir var hjálp- satnur og greiðvikinn. Hann vildi hjálpa mönnum og gerði það, ó- sínkur á íé og fyrirhöfn. Aldrei hafði hann orð á slíku, en þaö kvisaðist þó. Steingrímur var óvenjulega góð- ur bréfritari og skemmtilegur í viðræðum. Eiga vinir hans um hann margar endurminningar. Orðhejipni hans og hagmælska mun lengi í minnum höfð. Kom ræða hans viða niður. Stórskáldið segir um fornvin sinn: „Horfðum úr Hliðskjálfi meðan heimur dundi, blossa sáu bálfarar, börðust verþjóðir, hruöust heimsálfur, hrundu veraldir, síðan eftir heimsjit við að sofa gengum.“ Var gaman aö fá Steingrím í heimsókn og eins að vera gestur þeirra hjóna. Lausavísur Steingríms urðu margar þjóðkunnar og hnittin til- svör hans. Er illt til þess aö vita, ef enginn hefir lagt sig fram um að safna þessu, því það má full- yrða, að aldrei hefir Steingrimur fengizt til að sk'rásetja neitt eftir sig af því tagi. Sennilegt tel eg, aö Steingrimur hafi all-Iengi kennt sjúkdóms þess, er dró hann til dauöa. Leit hann og svo á sjálfur, aö nokkur síðustu árin hafi hann ekki notið sin, svo sem skyldi, og kenndi um leti lengi vel. Trúði enginn, að svo væri. Sjúkdóm sinn bar hann með hugrekki, skapfestu og stillingu, en vissi vel hvert stefndi. Vinir hans hörmuðu heilsuleysi lians, en urðu lausninni fegnir. Öllum, sem þekktu hann, þótti vænt um hann. Með honum er hníginn einhver hæfasti maöurinn í íslenzkri læknastétt, og er það mikill mann- skaöi. Árni Pétursson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.