Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 20
94 LÆKNABLAÐIÐ ið fyrir öörum stofni en þeim, sem bóluefniö var unniö úr; og svo reyndist þaS í einu tilfellinu, sem rannsakaS var hvaö þetta snerti. En yfirleitt haf'öi þetta ekki veriö athugaö, og því varö ekki af þess- ari reynslu dregin nein ályktun um þaö, hvers vænta mætti af bólu- setningum. Virustofn sá, er Laidlaw fann, og mest hefir verið unniö meö, er nú kallaöur „Influenza A.“ Ann- ar stofn, sem einnig hefir verið rannsakaöur ítarlega, einkum í Ameríku (U. S. A.), er kallaöur „Influenza B.“ Margir fleiri stofn- ar hafa fundizt, þótt ekki hafi ver- iö flokkaöir nákvæmlega eöa nafn- greindir. Rockefellerstofnunin hefir beitt sér mjög fyrir rannsóknum á in- flúenzu, og hefir nú byrjaö bólu- setningar nianna gegn inflúenzu í stórum stíl. Bóluefniö er nú Unniö úr virus, sem ræktaö er í eggjum; virtist þaö heppilegra en þaö, sem áöur var notaö. Var fyrst framleitt bóluefni gegn „Influenza A“ ein- gcingu. Sumariö 1940, er framleiðslan var nýbyrjuð, kom upp inflúenza i Puerto Rico og Cul)a. Var þegar sent þangað bóluefni og farið að bólusetja. En inflúenzan haföi þá náð hámarki sinu, svo aö flestir þeir, sem bólusettir voru, uröu út- settir fyrir smitun, áöur en von var til þess, aö bólusetningin væri farin aö verka. í einni stofnun kom þó bólusetningin um 2 vikum á undan inflúenzunni, og virtist hún þar hafa komiö aö talsveröu gagni. Síöan voru til ársloka (1940) bólu- settir yfir 170.000 rnanns víðsvegar um Bandaríkin, „í þeirri von“, að inflúenzan myndi um veturinn stinga sér niður i einhverju þeirra héraöa, þar sem Ijólusett var, enda fór það svo. Atik þess voru 500.000 skammtar af bóluefni A sendir til Englands. Er inflúensan kom, var leitast við aö afla vitneskju um þaö, hvaða stofnar væru mest á- berandi, og einkum um hlutdeild „Iufluenza A“, sem bólusett var gegn. Á einum staö, þar sem „Infl. A“ var yfirgnæfandi, virtist nokk- ur árangur vera af bólusetningu, en á öðrum staö, þar sem aðeins um 50% tilfella var „Infl. A“, var árangur lítill eða enginn. Bráða- l)irgðar heildaryfirlit benti á, að yfirleitt hefðu hlutfallslega færri veikst af þeim, sem voru bólusettir. En til þess að geta dæmt um ár- angur af þessum bólusetningum, þarf að fara fram nákvæm statist- isk rannsókn, og m. a. þarf að taka tillit til tíðni A-stofnsins á hverjum stað, og helzt að gera virus-rann- sókn á sem flestum þeirra, sem veiktust þrátt fyrir bólusetning- una. — Slikar rannsóknir taka all- langan tíma, og hef eg ekki séö hinar endanlegu niðurstööur. Rockefellerstofnunin heldur þessum tilraunum áfram og gerir nú ráð fyrir að hafa bóluefni gegn a. m. k. 3 mismunandi stofnum til reynslu, er inflúenzuna ber næst aö garði. sem væntanlega verður á komancli vetri (1941/42). Inílúenzan er ein af þýðingar- mestu farsóttum vorra tima, og sú þeirra, sem einna mestu tjóni veld- ur, a. m. k. i Norðurálfu, þar sem tekizt hefir að hafa hemil á öðr- um' hinna skæöari farsótta. Að vísu er inflúenzan oft fremur væg. svo að fáir deyja úr henni, en hún gengur því oftar og veldur miklu vinnutapi, auk þess veldur hún oft óbeint manntjóni; þannig hækk- ar t. d. einatt dánartala berkla- sjúklinga, er inflúenza gengur svo nokkru nemi. Auk þess er inflú- enzan allra farsótta breytilegust,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.