Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 22
96 LÆKNABLAÐIÐ vikur eru liönar frá sýkingu) og blanda saman. Inflúensan hefir löngum valdiö mönnum heilabrotum, svo óút- reiknanleg sem hún er á margan hátt. Virusrannsóknir siöustu ára viröast opna leiö til skilnings á ýmsu háttalagi hennar, en margt er þó enn órannsakað, einkum við- víkjancB margbrejýtileik faraldr- anna og hverfulleik ónæmisins. Þá veldur þaö og- erfiðleikum og rugl- ingi, ekki sízt er bólusetning er höfö um hönd, aö klinisk diagnosis er oft næsta óáliyggileg. Pfeiffers bakterian (Hænro- philus influenzae) virðist hafa gleymst í bili, og er þó ekki að vita nema henni eigi eftir að skjóta upp aftur sem sakborning að ein- hverju leyti. I því sambandi má minna á það, aö svína-inflúenzu, sem um margt svipar til manna- inflúenzu, valda virus og baktería (Hæmaophilus influenzae suis) í sameiningu. Virus þetta likist í mörgu inflúenzu-virus manna, verkar m. a. alveg eins á meröi, og í blóði manna finnast oft mót- efni, sem verka á það. Sú tilgáta hefir nú komið fram, að þetta svína-virus sé i rauninni virus það, sem valdið liafi inflúenzunni al- ræmdu 191S—1919. Hafi það hlaupið i svínin, umbreytzt þar og síðan varðveizt meö þeim, eftir að því var ekki lengur vært manna á meðal. Nokkuð er það, að sviná- inflúenza þekkist ekki fyr en 1918. eftir að inflúenzan var komin i algleyming. Úr erlendum Iseknaritum. MV. í Argentínu. — Hjónaefni verða að skoðast og sýna heil- brigðisvottorð. Aðeir.s sérfróðir læknar skoða (1800 af 11700 lækn- um), og þá aðallega spítalalæknar. Skoðanir þessar hafa engri mót- spyrnu mætt hjá fólki. Nauðsynleg lyf eru tollfrí og að- eins látin úti eftir ávísun læknis. Af nýliðum voru 1,6% sjúkir 1937 en aðeins 0,87 1938. (J.A.M.A. 20. apr. '40). G. H. Trichinasisfaraldur gaus upp áramótin siðustu í Wolverhamp- tonhéraði í Englandi, og er slíkt fágætt nú orðið. Ekki áttuðu þeir sig strax á þessu ensku læknarnir, en með aðstoð sérfræðinga varð þó fljótlega úr þessu slcorið. Auðvitað stöfuðu trichinurnar frá svínum. og það kom í ljós, að fólkið hafði étið svínabjúgu, sem trichinur voru í. Rækileg suða eða steiking hefði þó átt að drepa þær, en raunin var sú, að margir átu bjúgun hrá, einkum konur (ca. 80%).. Þær smökkuðu á bjúgunum hráum, er þær bjuggu til miðdegismatinn, hafa liklega verið svangar. Þó svínarækt sé lítil hér á landi. gæti þó viljað til, að menn sýktust af trichinasis. í enska faraldrinum fengu allir sjúkl. þrota eða bjúg í augnlok og jafnvel andlit. Vöðv- ar urðu aumir og stirðir, og var sársaukinn stundum mikill. í lilóði var mikil eosino]ihilia. Stundum voru meningitis eða melancholia- einkenni. (Lancet 15. febr. '41.) Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.