Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 12
98 LÆ K NA B LAÐ I Ð árum, þrátt fyrir insulinmeöíerð, nema helzt í Noregi og á íslandi. í Danmörku var dánartala áriö 1921—1930 aö meðaltali milli 13 og 14 (af hverjum 100.000 íbúum), en smáhækkaöi svo og komst 1936 upp í 21,3 (1937 20,6). Olav Scheel yfirlæknir í Oslo segir í grein sinni um Dibetesdödelighet og in- sulinvirkning, aö þrátt fyrir ýmsa ágalla á skýrslum urn dauðaor- sakir, sé réttmætt að álykta, aö á siðustu áratugum hafi diabetes- dánartala hækkað. Þetta komi einkum fram í hækkaöri dánar- tölu gamalmenna, einkum gamalla kvenna. Aftur á móti hafi insulin- ið lækkað mortalitet hinna yngri diabetes-sjúklinga, einkum milli 20 og 40 ára. Hér á landi er auðvitað ekki til nein skýrsla um diabetes-sjúklinga, en þau 11 ár, sem eg hefi starfað hér í Reykjavík, hefi eg séð og rannsakað 26 sjúklinga með dia- betes og getur það ekki talizt mik- ið en þó meira en eg bjóst við. Þess skal getið að 3 af þessum sjúk- lingum voru útlendingar. Eftir upplýsingum frá Landspítalanum höfðu síðastliðið vor (1940) alls legið þar á lyflæknisdeildinni 29 sjúklingar með diabetes. Samkvæmt skýrslum um dauða- orsakir hér á landi, hafa dáið úr diabetes: 1911—1915 .......... 8 1916—1920 .......... 9 1921—1925 .......... 7 1926—1930 ......... 10 1931—1935 ......... T3 1936-^1939 ......... 7 Verða það 54 sjúklingar á 29 ár- um eða tæplega 2 af hverjum 100.- 000 íbúum árlega. Virðist hér lit- ill sem enginn vottur um hækkun á dánartölunni, einkum þegar tillit er tekið til fólksfjölgunar. Jafn- margt dó af konum og körlum. 4 börn, innan 14 ára aldurs, dóu úr diabetes á þessu tímabili. Ef þetta er borið saman við dia- betes-dánartölur með þeim þjóð- um, sem okkur eru skyldastar, eru þessar tölur svo lágar, að furðu gegnir. Alls Dánir úr diabetes af hverj- dánir um 100,000 íbúum. úr dia- betes á Danmörk. Noregur. íslandi 1921—25 13,9 9.8 i,3 1926—30 13.4 10,5 2 1931 13,9 10 3 1932 17,9 11,6 4 1933 16,1 10,8 3 1934 18,3 9.3 2 1935 19 9,5 1 1936 211,5 10,1 2 1937 20,6 8,6 1 1938 20,4 óvist 1 1939 óvist óvist 3 Að visu hefir verið álitið, að diabetes væri sjaldgæfari meðal sveitamanna en bæjarbúa, en eft- ir enskum skýrslum virðist diabet- es-útbreiðsla þar nokkurn veginn jöfn í borgum og á landsbyggðinni. Þá bendir ýmislegt til þess, að þeir, sem stunda erfiðisvinnu, taki sjaldnar veikina. Eftir ameríkönsk- um skýrslum er sykursýki 4 sinn- um tíðari meðal kaupsýslumanna en meðal kolanámumanna. Hij- mans van den Bergh telur þó dia- betes algengan meðal fátækari stétta í Hollandi, stétta, sem alls ekki hafa tækifæri til þess að lifa i neinu bilífi. Við héldum fyrir nokkrum ár- um, að anæmia perniciosa fyndist naumast hér á landi, en eftir því sem betur var leitað, hafa tilfellin með þann sjúkdóm orðið fleiri og fleiri. Ef til vill verður útkoman

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.