Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 14
IOO LÆKNA B LAÐ IÐ Hjá honum er brennsla og þar meö notagildi kolvetna mjög takmark- aS, en því hærri sem blóðsykur er (að vissu marki), því betur getur hann notfært sér drúfusykur meS því litla insulini, sem hann hefir til umráða. Þessu til sönnun- ar hafa þeir Scott og Dotti sýnt fram á, að verkun af ákveSnum insulinskammti hjá fastandi dýr- um er í beinu hlutfalli viS glyc- æmia þá, sem insulinskammturinn verkar á. Seinna sýndu þeir Kerr og liimsworth fram á, að sama er aS segja um áhrif insulins á „ali- mentær" hyperglycæmia, og sanna því tilraunir þessar, að því hærri sem blóSsykur er, því betur notast kolvetnin. ViS ákveSiS mataræSi er blóSsykur hjá mönnum og dýr- um merkilega samur viS sig, en breytist allmjög eftir mataræSi. — Sykurþols-línuritiS er líka mjög samt viS sig hjá hverjum einstök- um, ef mataræSiS helzt óbreytt. Geti menn eSa skepnur ekki ,,regluleraS“ blóSsykurinn eftir því sem bezt hentar, fer illa fyrir þeim. Dýr, sem misst hafa hypo- physis, missa þennan eiginleika. Ef þeim er haldiS fastandi, lækk- ar blóSsykurinn mjög ört, þegar glycogen í lifrinni fer aS minnka, vegna þess, aS þegar hypophysis vantar, getur lifrin ekki framleitt glycose úr eggjahvítu og fituefn- um, og dýrin geta dáiS úr hypo- glycæmia. ViS ákafa áreynzlu, t. d. 800 m. hlaup, er sykurneyzla- vöSvanna gifurleg og er þá stundum eins og lifrin hafi ekki viS aS halda blóS- sykrinum innan hæfilegra tak- marka. 800 m. spretthlauparar hafa stundum fengiS alvarleg ein- kenni í lok hlaupsins samfara hypoglycæmia. Bang sýndi fram á þaS, aS væri dýri, sem hafSi veriS i sveltu. gefiS kolvetni aS eta, steig blóS- sykur mjög hátt, eSa meS öSrum orSum: sykurþol þess var litiS. Himsworth og fl. hafa sýnt, aS mismunandi kolvetnainnihald í fæSu dýranna, áSur en sykurþol þeirra er ákveSiS, breyti útkom- unni mjög verulega. Hafi fæSan innihaldið mikiS af kolvetnum, vex blóSsykur tiltölulega lítiS eft- ir ákveSinn skammt af drúfusykri. Hafi lítiS af kolvetnum veriS í fæSunni, rís blóSsykurlínuritiS hátt. ViS rannsókn á sykurþoli sjúklinga getur útkoman því orS- iS talsvert mismunandi, eftir mat- aræSi undanfarna daga. ViS vitum aS áhrif insulins er aS lækka blóSsykurinn. Alkunnugt er líka, aS menn eru mismunandi næmir fyrir insulini. Á suma verk- ar þaS meS skjótri lækkun á blóS- sykrinum og þar til heyrandi ó- þægindum, en aSrir þola það mun betur og áhrifjn á blóSsykurinn eru þar mun minni. Þannig getur A. Bræstrup þess, aS viS insulin- shockmeSferSina falli sumir sjúk- lingar í coma eftir 80 einingar, en hjá öSruin hrökkva 300—400 ein- ingar naumast til. Nú hefir þaS sýnt sig, aS ef kolvetni í fæSu manna eru stöSugt minnkuS, þá minnkar um leið verkun af ákveSn- um insulinskannnti á fastandi blóSsykur þeirra, þannig aS blóS- sykurinn lækkar bæSi minna og seinna. Aukning- á kolvetnum í fæSunni hefir því tvennskonar á- hrif. í fyrsta lagiS verður sykur- þolslínuritiS lægra, og í öSru lagi verSur næmi fyrir insulini meira. Likt þessu er fyrirbrigSi þaS, sem kennt er viS Staub og Traugott. Fái maSur meS stuttu millibili á- kveSinn skammt af drúfusykri, verSur blóSsykur lægri og lægri eftir því sem skammturinn er oftar tekínn. Skýringin á þessu hefií

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.