Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 26
112 LÆKNABLAÐIÐ innar og næstu árum þar á eftir, var mjög þröngt í búi í Mið-Ev- ■rópu og svalt mannfólkiö víöa heilu hungri. Þetta hafði þau áhrif, að diabetes batnaði verulega hjá mörgum og fátt kont af nýjum til- fellum og var þó aðalfæða flestra kolvetni. Læknar höfðu líka veitt því eftirtekt, að heppilegt reyndist að svelta sjújklinga einn til tvo daga og þó einkum að setja þá á mjög rýran kost. Sama sýndu dýra- tilraunir Allens. Hundar hans, sem gerð liafði verið á pancreatec- tomia jtart. fengu diabetes er þeir voru kappfóðraðir, en héldust heil- brigðir á sultarfóðri. Margir hafa tilhneigingu til þess að borða meira en þeir þurfa til viðhalds eðlilegum líkamsþunga og til framleiðslu á hita þeim og orku, sem starf þeirra krefur. Sumir eru svo ólánssamir, að þessi auka- geta safnast á þá sem fita, flestir brenna þó og breyta í hita, því sent umfrarn er þarfir þeirra. Ofát er hættulegt sjúklingum með dialtetes. Þeir eiga því ekki að borða meira en nægir til þess að viðhalda eðlilegri líkamsþyngd, eða tæplega það, Mörgum lækni hættir við að minnka kolvetnin í fæðu sjúklinganna, en leyfa þeim að borða fitu og eggjahvítu eftir vild. Þetta er mjög varhugavert, því að sé fitu neytt í óhófi, eykst ntjög hætta á ketosis. Auk þess rná búast við, að sjúklingurinn fái alltof margar hitaeiningar, en það er varhugavert, eins og fyr var getið. Auk þess er insulinþörf sjúklinganna ekki eingöngu komin undir kolvetnunum, heldur líka að nokkru háð næringargildi fæðunn- ar í heild. Ef eggjahvítu er neytt i óhófi, verður svipað uppi á teningnum. þó að öllu minna saki, ef út af eggjahvituskammtinum er brugð- ið. Veruregur hluti af aminosýr- um eggjahvítuefnanna breytist í drúfusykur og verkar því aukin eggjahvíta í fæðunni á líkan hátt og ef bætt væri við kolvetnin. Meðferð á diabetes er i stuttu máli: Mataræði, insulin og líkant- leg áreynsla. Líkamleg áreynsla er holl sjúklingi nteð vægan dia- betes, vegna þess, að hann hag- nýtir kolvetnin betur, þegar vöðv- arnir starfi. Áreynsla skaðar sjúkling með diabetes gravis, vegna þess, að hann getur lítt hagnýtt sér kolvetnin, jafnvel þó að hann reyni á sig. Hann verður því að brenna enn meiri fitu og eggjahvítu, með aukinni hættu á acidosis. Fái hann insulin, er á- reynsla honum holl, eins og þeini, sem hefir vægan dialtetes. Komið hefir fyrir, að sjúkling- ur hlaut insulinmeðferð á sjúkra- húsi eftir ölluin kúnstarinnar regl- um, að því er virtist. Liðan var góð, þvag sykurlaust og eðlilegur blóðsykur. Þegar svo sjúklingur- inn yfirgaf sjúkrahúsið ákvað hann að ganga spölkorn sér til hress- ingar. A leiðinni fékk hann ein- kenni um hypoglycæmia. og var ef til vill hirtur rænulítill á göt- unni. Áre)mslan við gönguna i við- bót við insulinið hafði nægt til þess að framkalla hypoglycæmia. Eftir að sjúkrahúsin höfðu rekið sig á þetta, vai’ reynt að fyrirbyggja að slíkt kæmi fyrir, með því, að auka skammt kolvetna eða minnka örlítið insulinið, þegar sjúklingur var sendur heim. Mörg sjúkrahús láta sjúklinginn reyna allverulega á sig á meðan insulinskammtur er ákveðinn (hjóla, ganga o. s. frv.). og þurfi sjúklingur einhverra hluta vegna að reyna meira á sig en venjulega, er heppilegt fyrir hann að fá sér aukabita, t. d. bolla af mjólk eða litla brauðsneið, því að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.