Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ getur minnkaö kolvetnaþol sjúk- linganna stórum. Oftast mun þó á- stæöan vera sú, aö sjúklingur brýt- ur gróflega allar reglur, boroar kannske alltt sem honum dettur í hug í nokkra daga, fær svo sam- vizkubit, hættir viö kolvetnin og fær acidosis í ofanálag. Er talið aö ástæöan til coma diabetic. hjá sjúklingum, sem meöferö höföu fengið og vissu unr sjúkdóminn, sé lang oftast infectio eöa aö diæt hefir veriö þverbrotin og insulini ef til vill sleppt. Þá er og taliö aö sorgir, áhyggjur og geðshræring- ar geti haft ,þau áhrif, aö glyco- suria og glycæmia aukizt, en naumast mun þaö valda alvarleg- um fylgikvillum, ef diæt er haldin. Hjá diabetessjúklingum, eink- urn í norölægum löndum, viröist kolvetnaþoliö stundum minnka verulega upp úr skammdeginu. Árið 1927 stundaði eg diabetes- sjúkling noröur í Finnmörku, þar sem ekki sá sól i rúma 3 mánuði. Maöur þessi haföi mánuðum sam- an haft sykurlaust þvag og allt gengið vel. Upp úr nýári fór að bera á glycosuria og komst þvag- sykur upp í 15—18 gr. á sólar- hring. Iiélt hann þó sem fyr allar reglur af mestu samvizkusemi. Glycosuria batnaöi svo þegar birti og vora tók, en sama sagan endur- tekur sig næsta vetur, að því er eg frétti síðar. Hér í bæ hefi eg um nokkurra ára skeið haft eftirlit með ungum manni, sem haldinn er af diabetes. Þurfti hann aö jafnaði um 80 ein- ingar af insulini á dag. Upp úr skammdeginu, oftast í febrúar, versnaði honum og varö þá aö gefa honum 95—100 einingar af insu- lini. Einnig honnm batnaði þeg- ar vora tók. Iivaö þessum vetrar- sveiflum veldur, er ekki fullljóst. Var fyrst taliö aö arsökin væri 117 lamandi verkun skammdegisins á líkamann og efnaskipti hans, en aðrir halda aö orsökin sé skortur á Dætiefnum í fæðunni, þegar líða tekur á veturinn, og skal eg ekki reyna aö skera úr þessu. Þó finnst mér ekki ósennilegt, aö hvort- tveggja valdi þar nokkru um. Sum lyf geta líka minnkað kol- vetnaþol sjúklinganna. Von Noorden getur þess, að coffein sé ekki skaölaust sumum sjúklingum. Flest sympathicotonica hækka blóösykur og auka glycosuria og skal því ekki gefa þesskonar lyf nema nauðsyn krefji og helzt ekki lengi í einu. Þess eru líka dæmi, að sjúklingum versni af vissum kryddtegundum, t. d. lauk o. fí>, sem ekkert næringargildi hefir. Svona tilfelli eru að vísu undan- tekning, en gott er þó fyrir lækni, sem kemst í kast viö duttlungafull- an diabetes, að láta sér detta í hug aö til eru efni, án verulegs næring- argildis, sem geta haft áhrif á gang sjúkdómsins. Eg held aö öllum læknum komi saman um, að ketosis sé háskaleg og allt kapp eigi aö leggja á aö ketonefni finnist ekki í þvagi sjúk- linganna. Um glycosuria og hyper- glycænria eru skoöanir nokkuð skiftar. Margir telja aglycosuria æskilega. En hjá sumum sjúkling- unr er þá ekki breitt bil yfir í óþæg- indi vegna hypoglycæmia. Prófessor Katsch hefir sýnt og sannað, aö mjög óheppilegt sé aö halda blóðsykri manna mjög lág- um (nálægt shockmörkunum) og verður því- oft vandratað meöal- hófiö. Depisch (frá Faltaskólan- um) heldur því ákveðiö fram, að jafnvel litil glycosuria sé óheppi- leg. Þá dynji' alltaf svipan á pan- creas og kirtlinum gefist ekki tæki- tækifæri til hvíldar. Aö visu játar hann, aö mörgum diabetessjúkling-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.