Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 32
LÆKNABLAÐIÐ 118 um geti liöiö ágætlega árum sam- an, þó aö glycosuria sé veruleg. En þetta séu „stationer" tilfelli og góSkynjuö. Sé um diabetes hjá ungu fólk aö ræöa, sem oft hefir tilhneigingu til aö versna, segir hann aö ganga megi út frá því„ aö sjúkdómurinn versni ef einhver (eine lichte) glycosuria er látin haldast, og hvaö hin góökynja til- felli snerti megi búast viö að glycosuria, sem stendur ár eftir ár, hafi skaöleg áhrif á þá líka. Takmark hans er því fullkomin aglycosuria og sem næst eölilegur blóðsykur. Þá fyrst telur hann að búast megi viö aö sjúkdómurinn skáni, eöa versni ekki aö minnsta kosti. Þó nefnir hann að gamlir dia- betessjúklingar, sem árum saman hafi haft hyperglycæmia og glyco- suria þoli oft ekki að glycosuria 'hverfi, vegna margskonar óþæg- inda, er þá geri vart viö sig, og ráðleggur aö slaka til á „principp- inu“, þegar viö slíka sjúklinga er að eiga. En slík tilfelli séu aðeins undantekning. Aglycosuria eigi jafnan aö vera markmiðið. Sömu skoðunar voru þeir Umber, Falta, von Noorden, Joslin, Boyd o. fl. Gray og Wilder telja að litils- háttar glycosuria, eða allt aö 20 gr. á dag, sé skaölaus, enda sé sjaldnast hægt aö komast hjá slíku, ef sjúklingurinn eigi að lifa nokkurnveginn eölilegu og óþving- uöu lífi. Telur Gray að börn meö diabetes þroskist eölilega, komizt klaklaust yfir Irarnasjúkdóma og aörar infectiones, og lifi hamingju- sömu og eðlilegu lifi, án þess aö nokkurn einasta dag- hafi veriö fullkomin aglycosuria. Mosenthal og Mark telja aö aglycosuria sé æskileg, en mun betra sé aö nokkur glycosuria komi við og við, heldur en að eiga hypoglycæmia yfir höfði sér. Aðr- ir telja, aö jafnvel mikil glycosuria sé skaölaus. Bertram segir í bók sinni um diabetes 1939, aö miklu betra sé aö sjúkíingur fái 160 gr. af kolvetnum, þó aö hann skilji út 20 gr. af drúfusykri i þvaginu, heldur en að hann fái aðeins 80 gr„ sem hann noti til fulls. Svo mörg eru þau orð, en þeim viröist fjiilga með ári hverju, sem slaka á kröfunum um aglycosuria, og þægilegt er það fyrir læknana, þvi að meöferðin verðúr viö það mun einfaldari. En þegar athugaö er með hvílíkri nákvæmni heil- brigöur líkami heldur blóösykri innan vissra takmarka, virðist ekki ósennilegt, aö veruleg og langvinn hyperglycæmia samfara glycosuria sé ekki með öllu skaö- laus. Depisch telur æskilegt, að blóösykri sé haldið milli 100 og 200 mgr. % og aðrir telja hámark- ið 180 mgr. °/o. Hinir, sem ekki hirða um þó að glycosuria sé veru- leg, veröa auövitað aö sætta sig við hærri blóðsykur. Insulin er töfralyf, sem bjargaö hefir ótölulegum fjölda manna frá bráðum bana, og ekki aðeins hald- ið í þeitn lifinu, heldur líka veitt mörgum þeirra möguleika til þess að lifa nokkurnveginn eðlilegu lifi, sem meira eða minna starf- hæfum meölimum þjóðfélagsins. En þrátt fyrir allt þetta má þó ekki vanrækja mataræði þeirra sjúk- linga, sem insulin fá. Insulinmeð- ferð er hrein „substitutions-thera- pia“. Ákveöinn skammtur af insu- lini hjálpar hverjum einstökum sjúklingi til þess að hagnýta sér ákveðinn foröa af kolvetnum (og í raun og veru fitu og eggjahvítu Iíka) og sé verulega vikið frá þeim skammti án þess að insulingjöf- inni sé lika breytt, má búast við að illa fari. Neyti sjúklingurinn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.