Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.10.1941, Blaðsíða 34
120 LÆKNABLAÐIÐ magni, ef það er gefið í mörgu lagi. Það voru því miklar framfarir, þegar protamin insulin (insulin retard Hagedorn) kom á markað- inn. Áhrifa þess gætir í 12—14 stundir eða jafnvel lengur. Sjúk- lingar, sem ekki höfðu neina „bas- al“ þörf fyrir insulin eða með öðrum orðum komust af án insu- lins meðan þeir ekki neyttu matar, þurftu því ekki nema eina injectio mane og erfiðir sjúklingar komust jafnan vel af, ef þeir fengu venju- legt insulin að morgni dags og insulin retard nokkru fyrir kvöld- verð og entist þá verkun þess fram á næsta morgun. Zink protamin insulin mun nú vera mest notaö allra insulinteg- unda. Áhrifa þess gætir verulega í rúman sólarhring og ná því á- hrifin vel saman ef ein injectio er gefin daglega. Er það mikið og oft ómetanlegt hagræði fyrir sjúk- lingana að komast af með eina dælingu á dag. Talið er að nálega 60% af sykursýkissjúklingum komist vel af með zink protamin insulin eitt saman. Aðalkostinn við insulin þetta telur Joslin, að mun fleiri sjúklingar fáist til þess að nota það en gamla insulinið. Hræðslan við 2 dælingar daglega og óhagræði, sem því er samfara telur hann hafa valdið því, að margir sjúklingar kusu heldur að þrauka án insulins á óheppilegu mataræði. En telja má vist, að starfsþol þeirra sjúklinga, sem insulinmeðferð fá, aukist og að minni hætta sé á að sjúkdómur þeirra versni. Flestir sjúklingar með alvarleg- an diabetes telja, að sér líði mun betur, er þeir fá zink protamin insulin, heldur en meðan þeir höfðu - gamla insulinið. Þessir^ sjúklingar höfðu oft háan blóð- sykur á morgnana og stundum auk þess lítils háttar ketosis og vöknuðu því oft heldur illa á sig komnir. Þess háttar morgunslen hverfur jafnan að fullu þegar far- ið er að nota zink protamin insulin. Sé insulinþörfin ekki meiri en 30 einingar dag hvern, nægir jafn- an ein injectio af zink protamin insulini og er það oftast gefið að morgni dags. Gæta verður þess, þegar insulin þetta er notað, að dreifa kolvetnaskammtinum sem jafnast yfir daginn. Zink prota- min insulin verkar nokkurn veg- inn jafnt og þétt allan sólarhring- inn, þó að áhrifa þess gæti einna mest 8—14 tímum eftir injectio. Hóflegur skannntur af því getur þess vegna ekki hjálpað sjúklingi með mikla insulinþörf til þess að hagnýta sér fáar en kolvetnaríkar máltíðir. Telja því flestir heppi- legt, að skipta kolvetnum dagsins í 4—5 nokkurn veginn jafna hluta og að neyta þeirra með nokkurn veginn jöfnu millibili. Er þess líka að vænta, að insulinnæmi verði meira, ef kolvetna er oft neytt og það engu síður þó að um aðfengið insulin sé að ræða. Ef sjúklingi er hætt við lágum blóðsykri að næturþeli, má ráða honum til að borða ofurlitinn hluta af kolvetn- um dagsins um leið og hann leggst til hvíldar. Aðrir telja þó heppi- legra, að sjúklingurinn neyti eggjahvíturikrar máltíðar að kvöldlagi. Verulegur hluti af aminosýrum eggjahvítunnar breyt- ist að lokum í drúfusykur, en sú sykurframleiðsla er tiltölulega hægfara og endist því vel til þess að fyrirbyggja hypoglycæmia. Sumir sjúklingar þola þó 50— 60 einingar af zink protamin insu- lini í einu áu þess að til óþæginda komi, en það má frekar kallast undantekning. Svo stór skannntur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.