Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1941, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.11.1941, Blaðsíða 8
130 LÆKNAB LAÐ IÐ ur undir einfaldari rannsóknir. Þá fáum viS þýöingarmiklar „stand- ard“-tölur um þörf íslendinga fyr- ir hin ýmsu efni fæðunnar og um ýmislegt viSvíkjandi mataræ'Si, skömmtun og matarhæfi, en þann fróöleik höfum vitS hingað til, aö mestu, orðið að sækja í erlendar heimildir. Þessar rannsóknir ríkisstjórnar- inar eru mjög dýrar í framkvæmd og krefjast mikils vinnukrafts og aðgangs að fullomnum rannsókn- arstofnunum. Þær eru þvi eigi framkvæmanlegar nema í tiltölu- lega smáum stil og ná aðeins til fárra upplýstra heimila á landinu. Sú aðferð, sem ég vildi benda hér á, er mjög einföld i fram- kvæmd og kostar litla vinnu, en með henni gæta héraðslæknar náð til flestra barnaheimila á landinu á skömmum tíma. Eg hefi hér gert þennan sanian- burð á tveim rannsóknaraðferðum til að fyt'irbyggja þann misskiln- ing, er eg hefi orðið var við, að önnur aðferðin geri hina óþarfa. Það rétta er, að fyrri aðferðin með- al annars gefur fjöldarannsóknum seinni aðferðarinnar nauðsynlegan grundvöll til að byggja á. 3- Rannsóknaraðferð sú, er hér um ræðir, er fólgin í því, að leita til skólabarnk um upplýsingar um mataræði heimilanna. í því skyni eru útbúin form á einu blaði, með auðum reitum fyrir nafn, aldur og skóla efst, og síðan máltíðir 6 daga vikunnar, eins og meðfylgjandi sýnishorn sýnir. Formin eru svo send til skóla- stjóra þess byggðarlags, sem rann- saka á, með nauðsynlegum skýr- ingum, Hverju barni er ætlað eitt blað. Skólastjórinn lætur útbýta eyðublöðunum í fyrstu kennslu- stund á’hverjum degi, skólavikuna út, og safnar þeim saman að lok- inni útfyllingu þann daginn og geymir til næsta dags. Ef byrjað er á mánudag, eiga börnin að skrifa hvað þau hafi borðað daginn áður, þ. e. á sunnu- dag. Á þriðjudag skrifa þau rnánu- dagsmataræðið o. s. frv. Skóla- stjórar og kennarar brýna fyrir börnunum að segja sem réttast og sannast frá og sleppa engu úr. — Gott getur verið að skrifa einíald- ar leiðbeiningar upp á töflu. til að minna á það, sem sízt má gleym- ast, svo sem mjólk, garðamat, ost, egg o. s. frv. Starf þetta tekur börnin tima af fyrstu kennslustundinni. Eg tel nauðsynleg-t að gera rannsóknirnar haust og vor við hvern skóla. Eg vil taka það fram hér, að skólastjórar og kennarar við þá skóla, sem eg hefi leitað til und- anfarin 3 ár, hafa allir, undantekn- ingarlaust, sýnt þessum rannsókn- um mínum hina mestu velvild og skilning og greitt fyrir þeim eins og þeir hafa getað. 4. Þegar unnið er úr skýrslum barnanna, er einfaldlega talið sam- an, hvað hver matartegund kemur oft fyrir á athuganatímabilinu. Til fróðleiks má telja sunnudagsmat- aræðið sér, til að sjá, hverja þýð- ingu það hefir fyrir mataræðið í heild. Eins má athuga einstakar máltíðir sér í lagi. Eg vil hér benda á fáeina hluti, sem þurfa aðgæzlu við, þegar talið er saman. Mjólk út á grauta og í grauta þarf að skrá sér og eins drykkjarmjólk. Hinum ýrnsu In-auðtegundum þarf að halda að- greindum, en halda þó fjölda brauðmáltiðanua. I hverri braað-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.