Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1941, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.11.1941, Blaðsíða 11
LÆKNA B LAÐIÐ 133 máltið geta verið fleiri brauðteg- undir. Þegar talað er um kjöt- eða fiskkássu, og kartöflur ekki taklar með sérstaklega, verður að gera ráð fyrir þeim i kássunni, netna blaðið að öðru leyti bendi á al- gerðan kartöfluskort. Þegar um egg er að ræÖa, þárf belzt að fá fram, hvort um sneið ofan á brauð er að ræða eða heilt egg. Gera þarf og greinarmun á, hvort kaffi er drukkið svart eða með mjólk út í. 5- Þegar búið er aö vinna úr skýrsl- um eins skólahverfis, höfum við fyrir okkur glöggt yfirlit yfir mat- aræði umdæmisins. Við snúum okkur fyrst að mjólkinni; var hún nokkuð nálægt því að vera 1 pottur á dag á mann ? Var þar nokkur ost- ur eða egg til að bæta upp mjólkur- skortinn ? Voru kartöflurnar nokk- uð nálægt 300 gr. á mann á dag? Hvað var með harðfiskinn? Var ekki kaffidrykkjan hjá 9—10 ára börnum alltof mikil? Þannig gaf heildary f irlitið hinar mikilvæg- ustu upplýsingar. Þegar heildar- yfirlitið var sarniö, voru grunsam- leg blöð einstakra barna tekin út úr, til frekari athugunar ; ef ástand- ið var mjög slæmt var flett upp í spjaldskránni um heilbrigði liarns- ins, tannskemmdir og þroska, og fékkst þannig mikilvægur saman- burður og leiðbeiningar um með- ferð. Læknirinn fór síðan inn á heimilið til frekari athugunar og gaf sín ráð til úrbóta. 6. Nú kunna menn að draga í efa sannleiksgildi þeirra upplýsinga, sem börnin gefa. Eg hefi gert nokkurn samanburð á upplýsingum húsmæðra og barna, og mér hefir sýnst börnin hafa minni tilhneig- ingu til að ýkja eða draga undan; í skólanum eru þau auk þess vön að gera sitt ýtrasta. Börnin taka vel eftir mat og þau yngri skil- greina bezt hinar ýmsu matarteg- undir. En menn verða að hafa það í luiga, aö börnin segja fyrst og fremst frá því, sem þau borða sjálf; og ef þau skortir mjólk, mun lítið af henni koma inn á heim- ilið. Ef við lítum á töflu 1, sjáum við eftirtektarvert samræmi milli hinna ýmsu matarflokka á sam- bærilegum stöðum, þótt einstakar tegundir innan flokkanna kunni að vera mismunandi. Við sjáum á haust-, vetrar- og vor-mataræðinu í Hnífsdal og Bolungarvík, hvern- ig sumar matartegundir hverfa eða minnka, er á líöur veturinn, svo sem slátur og garðamatur og of- análag. Lifur og lirogn sjást aðeins fyrripart vetrar, af eðlilegum á- stæðum. Kjötið minnkar einnig, en og drykkjarmjólk 1 skammtur og kakaó skammtur. Hver mjólkur- skammtur er talinn 250 gr. Eftir mjólkurskammaútreikningi Reykjaness- skólans varð mjólkin 1245 g11'-! en eftir ljúreikningum tæp 1300 gr. Kar- töfluskammturinn er talinn 200 gr. Sérstakur kartöfluréttur t. d. á kvöld- in, er talinn 2 skammtar. Ofanálag á brauð er mjög margvíslegt, en oft- ast kæfa eða rúllupylsa. Sjaldan sjást sildarbitar, rækjur, kræklingur, sviöasulta eða sardínur. Osturinn er reiknaður sér og eggin. — Skólalýsi er gefið i öðrum skólum en Ögur, Lyngliolts og Reykjaness. í Reykja- nesi er ætlazt til að bræðingur komi í stað sérstakrar lýsisgjafar. Kar- töfluskammturinn i Reykjanesi er eftir búreikningum tæp 600 gr. á dag.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.