Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1941, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.11.1941, Blaðsíða 14
LÆKNAB LAtí IÐ 136 Aðalmaturinn er kaffi, brauð og' fiskur. Fæði þetta sýnist því að ýmsu leyti ófullkomið og gefur sérstak- lega tilefni til að ætla, að mörg heimili í þessum byggðarlögum búi við skort á þýðingarmiklum steinefnum, svo sem Calcium og Phosphor. 8. Til þess að skilgreina nánar þýð- ingu hlutfallstalna fæðutegund- anna vil eg birta hér útreikning á calcium, ])hosphor og eggjahvítu- innihaldi hinna ýmsu fæðutegunda og fæði Isfirðinga i heild og tveggja heimila þar, sér i lagi. Heimilin eru valin, annað af verri endanum, liklega eitt hið allra lak- asta, en hitt af betri endanum, með tilliti til steinefnamagns fæðunnar. Eins og tafla II. sýnir, er Ca. og P.-magnið í fæðunni fyrir neðan það, sem talið er hæfilegt til væn- legs þroska unglinga. Má geta nærri um, að á mörgum heimilum muni mikið vanta á, að fæðið sé fullnægjandi, því að mjög er það misjafnt í fjölmenninu, og sýná töl- urnar frá 2 heimilum þennan mis- mun mjög glögglega. Það er at- hugandi, að á Isafirði er fiskurinn aðal P.-gjafinn og gæti verið það enn betur, ef fiskuriml væri steikt- ur eða bakaður eða soðið af honum soðnum drukkið í súpu. Aðrir þýð- ingarmiklir P-gjafar, fyrir utan mjólkina, eru kjöt og rúgbrauð. Mestu Ca-gjafar eru, fyrir utan mjólkina, fiskur. hafragrautur og hveitibrauð, en þó smáir. Ivalk- skortinn getur raunverulega ekkert bætt upp nema mjólk eða mjólkur- afurðir. Súrinn er hér mjög þýð- ingarmikill; hann er auðugur af kalki og fosfór og vel geymsluhæf vara. Mjólkurosturinn, engu síður magur, getur niikið bætt upp mjólkurskortinn. Ein eða tvær ost- sneiðar á brauðið á dag myndu gera mikið gagn. Einnig ætti eggjanotkunin að vera meiri. Þesar Ca og P-tölur koma ekki á óvart, þegar tekið er tillit til slæmrar aðstöðu kaupstáðarbúa til ræktunar og óskipulegra og ó- reglulegra mjólkurflutninga úr Djúpinu. Sumstaðar ræður og fá- fræði og rótgrónar venjur eða skeytingarleysi. Þetta vandamál sjávarþorpa og kaupstaða, með mörgum öðrum vandamálum, mætti leysa með al- menningseldhúsi fyrir þurfalinga og aðra, er þess óskuðu, og heima- vistarbarnaskólum fyrirkaupstaða- börn, sem byggðir væru, eftir á- stæðum, í hæfilegri fjarlægð frá heimilunum í blómlegum og af- urðaríkum sveitum; en um það meira síðar. 9- Til samanburöar liggja engar isjenzkar rannsóknir fyrir, að því er eg bezt veit, og birti eg því hér, til hliðsjónar, steinefnamagu í fæði 150 Bandaríkjaheimila. Mioi- mum Meðal ! Maxi- tal mnm Ca P Ca P Ca P 150 lieimili i U.S.A. cg á dag ....... -14 C.O 73 Ui GO 00 279 116 börn á Isafirði, cg á dag 12 91 50 135 132 193 Hlutfallið milli P og Ca sýnir gott samræmi á báðum stöðunum í meðaltalstölunum. Bandarikjatöl- urnar sýna, i meðaltalinu, hæfilegt steinefnamagn. Isafjörð vantar nokku'Ö á að ná ])ví. Betra heimil- inu er vel borgið, en því lakara hvergi nærri. Hin óeðlilegu hlut- föll rnilli P og Ca i lakara fæðinu stafa af óvanalega mikla kjöt og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.