Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 7

Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 7
7KRAFTUR Ásta Hallgrímsdóttir er nýr formaður Krafts. Hún missti eiginmann sinn, Atla Thoroddsen, úr krabbameini síðastliðið sumar og tekst nú á við breyttar aðstæður, 38 ára ekkja með dæturnar Andreu, 15 ára, og Júlíönu, 5 ára. Þær mæðgur eru búsettar í Hafnarfirði en Ásta, sem er tannsmiður að mennt, starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Í frítímanum stundar Ásta hins vegar mikla útivist, skíðar þegar tækifæri gefst, hleypur og fékk sér nýlega hund sem krefst þess að mikið sé leikið við hann útivið. Einnig hefur Ásta mjög gaman af því að ferðast og skoða nýja staði, bæði innalands sem utan. hveRniG dATT þéR í hUG Að TAKA Að þéR FoRmennsKU hjá FéLAGinU, svo sTUTTU eFTiR AndLáT ATLA? „Góð spurning. Mér fannst ég vera komin með ákveðna reynslu og sýn sem ég gat bara ekki setið með heima og vildi miðla reynslunni til annarra. Þetta er einhver þörf fyrir að koma reynslunni áleiðis til að hjálpa öðrum.“ hvAð LæRðiRðU heLsT AF veiKindUm ATLA? „Það sem ég lærði í okkar ferli er að það er mjög mikilvægt að við tölum opinskátt og tjáum okkur og að fólk fái í raun þá aðstoð sem er í boði. Það hjálpar ekki bara einstaklingnum með krabbameinið heldur aðstandendum og allri hans fjölskyldu. Því finnst mér Kraftur mjög mikilvægur, að við séum með opna umræðu án þess þó að vera alltaf að einblína á sjúkdóminn sem slíkan heldur líka það að vera ungur og lifa lífinu, eiga fjölskyldu en vera líka að kljást við sjúkdóm á meðan og reyna að púsla þessu öllu saman. Að reyna að lifa lífinu á sem eðlilegastan hátt. Og ég tel að sá reynslubanki sem fólkið í Krafti er nýtist mjög vel þeim sem greinast.“ eR eKKi oF sTUTTUR Tími Liðinn TiL Að þú GeTiR sTARFAð AF KRAFTi í FéLAGinU? „Ég hef alveg spurt sjálfa mig að því nokkuð oft og því ákvað ég að þetta fyrsta ár mitt yrði aðlögunartími. Ég passa að gera ekki of miklar kröfur til sjálfrar mín og gæti þess að fá fólk til að vinna með mér. Það hefur gengið ágætlega en auðvitað kemur stundum að því að ég finn að ég hef ekki fulla starfsorku og verð bara að vera vel vakandi fyrir því. Ég er farin að geta tjáð mig um það og áskorunin er þá að geta deilt og dreift verkefnunum. Ég held að þessi vetur verði mjög lærdómsríkur að því leyti. Stjórnin er frábær og ekki skemmir að Kraftur er búinn að ráða nýjan framkvæmdastjóra, Huldu Bjarnadóttur, og við vinnum mikið og vel saman. Þetta er því mjög breiður hópur úr öllum áttum og þ.a.l. er fjölbreytnin í verkefnum í samræmi við það. Allt eru þetta mjög sterkir einstaklingar og vilja virkilega starfa með góðu félagi.“ KemUR nýR FoRmAðUR með nýjAR áheRsLUR inn í FéLAGið? „Við ætlum að leggja okkur fram við að móta stefnu félagsins. Við höfum áttað okkur á því að það hefur svo margt breyst, þarfirnar hafa breyst og fjölbreytni í þjónustu til þeirra sem eru með krabbamein er orðin meiri. Kraftur er jú stuðningsfélag og við viljum veita stuðning. Þá er mjög mikilvægt að við höfum skýra sýn á hvernig við ætlum að gera það. Við þurfum að vera á tánum og höfum því ákveðið að fara út í stefnumótunarvinnu og skoða hlutverk hvers og eins í stjórninni, gildi og sýn félagsins.“ hveRniG séRðU FyRiR þéR FRAmTíð KRAFTs? „Það sem við sjáum í Krafti í dag er að við erum að verða svolítið verkefnamiðuð, förum út í stærri verkefni í kringum fjáröflun og til að vekja athygli á félaginu, forvörnum og fræðslu. Lengi höfum við talað um að einbeita okkur að endurhæfingarmálum og það er ákveðinn draumur sem við erum enn með í maganum og ég sé fyrir mér að þar verði fókusinn næsta árið því það er virkileg þörf á því.“ þurfuM að vera á tánuM Stúdentafélag HR og Stúdentaráð HÍ afhentu Krafti styrk sem safnaðist á góðgerðarknattspyrnuleik skólanna í Kór- num fyrr í vetur. Samtals söfnuðust rúmlega 300.000 þúsund krónur og fór afhending styrksins fram á hinum nýja veitingastað Nauthól við Nauthólsvík mánudaginn 25. janúar. Kraftur og stúdentahreyfingarnar vilja þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og tóku þátt í þessum fyrsta opinbera góðgerðarleik skólanna, sem vonandi verður árlegur hér eftir. HáSKólaboltinn Texti: Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Mynd: Ingi R. Ingason

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.