Kraftur - 01.05.2010, Side 8

Kraftur - 01.05.2010, Side 8
8 KRAFTUR Stuðningsnet Krafts fer sístækkandi og hróður þess berst víða. Aðeins er rúmt ár síðan fyrsta námskeiðinu fyrir stuðningsfulltrúa var hleypt af stokkunum og nú fyrir páskana hófst þriðja námskeiðið. Stuðningsnetið er hópur sjálfboðaliða sem hafa annað hvort fengið krabbamein eða verið aðstandendur krabbameinsgreindra, og vilja sýna öðrum í sömu sporum stuðning. Stuðningsfulltrúarnir sækja sérstakt námskeið þar sem þeir læra um og þjálfast í jafningjastuðningi. þeir sem hringja í stuðningssíma krafts geta óskað þess að komast í samband við fulltrúa sem hefur glímt við sömu tegund af krabbameini eða lent í svipuðum aðstæðum og þannig rætt við aðra manneskju með sameiginlega reynslu á jafningjagrundvelli. Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur, sérhannaði námskeiðið fyrir Kraft, sér um þjálfun stuðningsfulltrúa og heldur utan um nýtingu Stuðningsnetsins. „Fyrsta námskeiðið var prufunámskeið með 9 þátttakendum. Það var helgarnámskeið en þáttakendur lögðu til að fræðslunni yrði dreift á fleiri daga því þetta var aðeins of knappur tími til að meðtaka allt efnið. Á öðru námskeiðinu voru líka 9 þátttakendur og fór kennslan fram á fjórum kvöldum, einu á viku.“ Eftir fyrstu tvö námskeiðin komu fram óskir um að ýtarlegar yrði farið í aðstandendamál svo nú þegar þriðja námskeiðið hófst var enn búið að betrumbæta námskeiðið. Það eru reyndar ekki einungis Kraftsfélagar sem sækja námskeiðið núna því félagar í öðrum stuðningsfélögum innan Krabbameinsfélagsins hafa sóst eftir að sitja námskeiðin enda hefur Stuðningsnetið vakið talsverða athygli meðal þeirra. Einnig þykir fagfólki mikið til Stuðningsnetsins koma og þá ekki síst fagmennskunnar að baki þjálfuninni og metnaðarins sem Kraftur leggur í þetta mikilvæga verkefni, að veita stuðning. Gyða segir stuðningsfulltrúana á öllum aldri, frá 22 til 69 ára, fólk sem hefur sjálft greinst, dætur greindra, mæður greindra og makar greindra. „Bæði karlar og konur sinna stuðningi og við reynum okkar allra besta til að mæta þörfum þeirra sem biðja um stuðning. Við fáum töluvert af beiðnum í gegnum Ráðgjafarþjónustuna og viljum gjarnan fá fleiri beiðnir frá LHS, en það hlýtur að koma eftir því sem hróður Stuðningsnetsins eykst innan heilbrigðisstéttarinnar.“ Þá segir Gyða að í nánustu framtíð langi hana til að sjá meira samstarf milli LHS og Stuðningsnetsins. „Fulltrúarnir okkar koma aldrei í stað heilbrigðisstarfsfólks enda er það ekki markmiðið, heldur að veita jafningjastuðning, vera til staðar með nærveru, hlustun, virðingu og hluttekningu einhvers sem á svipaða reynslu að baki. Það getur verið ómetanlegt fyrir þann sem er krabbameinsgreindur, eða aðstandendur hans, að heyra að einhver annar hafi upplifað sömu tilfinningar við svipaðar aðstæður.“ óMetanlegur Stuðningur www.elding.is Ævintýri á sjó frá Reykjavíkurhöfn Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu Íslands Hvalaskoðun allan ársins hring Sjóstangaferðir frá 1. maí til 31. ágúst Lundaskoðun frá 15. maí til 15. ágúst Viðeyjarferðir allan ársins hring Frítt í Hvalasetrið - sýning um lífríki hafsins Sími: 555 3565 Álfheimar 74 Sími: 414 4000 hreyfi ng@hreyfi ng.is www.hreyfi ng.is Hreyfi ng býður Ljósberum að æfa sér að kostnaðarlausu. Skráning hjá Ljósinu Flott aðstaða og góðir tímar.

x

Kraftur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.