Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 11

Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 11
11KRAFTUR Eftir geislameðferð yfir æxlunarfærum er ég ófrjó að sögn lækna og ég framleiði ekki hormóna né hef blæðingar nema með hjálp lyfja. Eftir geisla á höfuð er ég með stóra skallabletti og lafþunnt hár sem ég er að missa smátt og smátt því hársekkirnir eru dauðir. Eftir geisla á hálsi er ójafnvægi á skjaldkirtlinum og mér er ALLTAF kalt. Ég fékk sjónskekkju, ég er með lélegt jafnvægi eftir heilaskurðaðgerðina, get ekki staðið á öðrum fæti og get varla hjólað og annað slíkt. Ég er að hluta til tilfinningalaus/ lömuð vinstra megin í andlitinu, vinstra auga aðeins sokkið og tár koma bara úr því hægra auk þess sem ég get ekki beitt vinsri hendi jafnvel og áður (minna grip o.fl.) Ég er almennt miklu orkuminni en áður, með mikla vöðvabólgu í herðum og hálsi vegna eyrnasuðsins. Tennurnar mínar fóru illa í meðferðunum og ég er með mjög lasburða/ laskað meltingarkerfi eftir bæði lyfin og geislana. Ég hef þjáðst af mjög slæmum martröðum eftir meðferðirnar og dregið mig í hlé frá/ einangrast vegna eyrnasuðsins og hellunnar (tinnitus). Eg finn líka mikinn mun á minninu.“ Hildur Björk Hilmarsdóttir greindist tvisvar með bráðahvítblæði, 23 ára 1994 og 26 ára 1997: „Þegar ég greindist í fyrra skiptið fór ég í 8 mánaða lyfjameðferð og í seinna skiptið í mergskipti, en í þeim felst háskammtameðferð, heilgeislun og merggjöf. Afleiðingar meðferðanna er tvenns konar, þær jákvæðu eru að ég er læknuð af mínu meini, hef tekið út mikinn þroska og öðlast reynslu sem ekki verður aftur tekin. Listinn yfir neikvæðu afleiðingarnar er hins vegar langur: • Eggjastokkar óvirkir - ófrjósemi - tek Livial eins og amma mín! • Get ekki gengið með annað barn vegna þess að líkami minn virkar ekki sem skyldi – fæ meðgöngueitrun mjög snemma og fylgjan nærir ekki barnið þegar það þarf á henni að halda -stofna þ.a.l. bæði sjálfri mér og barninu í mikla hættu. • Augasteinar ónýtir, búið að fjarlægja þá - fékk í staðinn gerviaugasteina sem virka vel og geng nú með tvískipt gleraugu. • Skjaldkirtilinn horfinn - tek Thyroxin hormón • Þurr slímhúð - hefur lagast með árunum, enda að koma 13 ár síðan ég fór í mergskiptin • Vefjagigt • Hár blóðþrýstingur - tek blóðþrýstingslækkandi lyf • Orkuleysi og slen- fyrsta eina og hálfa árið eftir mergskiptin - orkan er nú komin til baka Aðrar afleiðingar eru m.a þær að: Ég get ekki sjúkdóma- eða líftryggt mig eins og annað fólk Mikill kostnaður af lyfjum sem ég þarf að taka eftir meðferð Mikill kostnaður vegna læknisheimsókna þar eð ég hitti hina ýmsu sérfræðinga á hverju ári og suma oftar en einu sinni.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.