Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 15

Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 15
15KRAFTUR upp.“ Lyfjameðferðin hófst sama dag og skólinn hófst að nýju „Ég fór þrisvar sinnum í vikulangar lyfjagjafir og fékk tveggja vikna frí á milli. Ég reyndi að láta þetta ekki hægja mikið á mér en vikurnar sem lyfjagjafirnar fór fram sneri ég sólarhringnum við, svaf lítið á nóttunni svo ég gæti sofið meðan ég var á spítalanum því þetta er náttúrulega hundleiðinlegt.“ Vífill segist hafa haldið sér ótrúlega vel við meðan á lyfjameðferðinni stóð, hann hafði mikla matarlyst allan tímann og missti ekki mikið af líkamsþyngd. En hann missti þó hárið og var alltaf þreyttur og finnur fyrir því enn í dag að þrekið er minna. „Ég mæli eindregið með að fólk komi sér í einhvers konar hreyfingu eftir lyfjameðferð, til að byggja sig upp. Vinur minn aðstoðar mig við þjálfun í ræktinni og það munar mikið um það. Fólk ætti hiklaust að fara í endurhæfingu eftir krabbameinsmeðferð, ef hún býðst, en annars stunda einhverjar æfingar.“ eRFiTT FyRiR mömmUR Frændi Vífils, Rósar, fékk sömu tegund krabbameins fyrir örfáum árum og var þá á svipuðum aldri og Vífill. Þeir eru systrasynir og þótt Vífill hafi aldrei fundið fyrir því að fjölskyldan væri hrædd segir hann að svona reynsla hljóti að vera erfið fyrir aðstandendur. „Ég hugsa að þetta hafi í raun verið erfiðara fyrir mömmu en mig, ég leit bara á þetta sem eitthvað sem ég myndi sigrast á og varð aldrei mjög hræddur. Mamma og systir hennar hafa hins vegar báðar þurft að heyra að synir þeirra séu með krabbamein og það hlýtur að vera erfitt, sem foreldri skil ég það.“ Vífill er kominn á fullt aftur í skólanum, ásamt því að sinna föðurhlutverkinu, og segist hafa látið krabbameinið tefja sig sem allra minnst. Hann var jú ekki alveg ókunnur krabbameini eftir að hafa fylgst með veikindaferli frænda síns. „Auðvitað var maður þá meðvitaðri um þetta enda vissi ég að krabbamein í eistum getur legið í ættum. Og af því að ég er búinn að fá þetta eru vinir mínir fróðari um svona og fylgjast vonandi betur með sjálfum sér fyrir vikið. Ég fann mitt krabbamein mjög snemma svo þetta hafði ekki mjög mikil áhrif á mitt líf en ég er líka bara þannig gerður, ég sé lausnir, ekki vandamál.“

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.