Kraftur - 01.05.2011, Blaðsíða 14

Kraftur - 01.05.2011, Blaðsíða 14
VIÐTAL 14 KRAFTUR „Maðurinn minn, Kristján Björn Tryggvason, alltaf kallaður Kiddi, greindist með góðkynja heilaæxli árið 2006, þá 25 ára gamall. Þetta var vitaskuld mikið áfall og ég gleymi aldrei deginum þegar Kiddi sagði mér fréttirnir,“ segir Kristín. „Ég er hárgreiðslukona og þann 6.apríl kemur hann á stofuna og segist þurfa að segja mér svolítið. Orðið sé svolítið ljótt og ég megi ekki láta mér bregða en hann sagðist vera með heilaæxli. Ég fékk vitaskuld algjört sjokk. Ég var þarna í klukkutímapásu og vissi í raun ekkert hvað ég ætti að gera. Ég vissi ekki hvort ég ætti að grenja eða öskra. En Kiddi sagði að þetta yrði minnsta mál og sagði mér bara að slaka á.“ Kristín segir að það sem hafi gerst þennan dag eftir að Kiddi hafi sagt henni tíðindin hafi verið mjög óraunverulegt. ,,Ég hélt bara áfram í vinnunni en var algjörlega dofin. Kiddi hafði verið að fá flogaköst undanfarna þrjá mánuði og við mamma, sem er hjúkrunarfræðingur, höfðum verið að reyna að fá hann til að leita til læknis. Og loksins þegar hann gerði það þá kom í ljós að hann var með heilaæxli sem tók nærri fimmtung af heilanum af honum. Hann fór í aðgerð og þar var tekið sýni. Læknirinn gaf honum í mesta lagi tíu ár, fimm góð en eftir það gæti líkaminn smám saman farið að gefa sig, svo sem málið, sjónin eða hann lamast að hluta. FÉKK OFT MARTRAÐIR Kristín segist ekki vita hvernig hún hafi tekist á við þetta. „Í rauninni lokaði ég á allt saman. Ég lét engan vita hvað ég væri í raun og veru ótrúlega hrædd og liði ofsalega illa. Ég fékk oft martraðir þar sem mig dreymdi að ég væri komin í kistulagninguna hans Kidda.“ Kristján fór í stóra aðgerð 2007 en þá kom í ljós að æxlið var orðið illkynja. Aðgerðin tókst mjög vel, mun betur en læknar þorðu að vona. Það varð mikil breyting á fjölskyldulífi okkar. Ég þurfti að standa mig því að Kiddi varð mjög veikur og hafði nóg með sig. Strákurinn okkar, Ísak Þór var þá 4 ára. Umönnun hans, heimilið og fjármálin hvíldu á mér auk þess sem ég var í fullri vinnu. Ég gaf mér ekki tíma fyrir sjálfa mig, ég varð að standa mig og halda öllu gangandi. Þegar ég hugsa til baka þá var ég ekki nema 23 ára.“ Hún segir að fólk hafi haft á því sterkar skoðanir hvernig þau ættu að haga sínu lífi eftir að veikindi Kristjáns komu í ljós. „Ég fór að vinna fjórum dögum eftir að Kiddi fór í aðgerðina og margir voru hissa á því. Því fannst að ég ætti að vera heima og hugsa um hann. En hvar áttum við að fá peninga? Við vorum ekki tryggð og Kiddi var frá vinnu. Það var reyndar ótrúleg tilviljun að við vorum ekki með sjúkdómatryggingu. Nokkrum mánuðum áður en Kiddi greindist kom heim til okkar maður að selja okkur allar tryggingar og Kiddi spyr hann út í sjúkdómatrygginguna, hvað hún nái yfir og svoleiðis. Hann svarar eitthvað á þá leið að það séu alveg fáranlegir hlutir eins og góðkynja heilaæxli og þetta og hitt og gefur til kynna að það sé algjör óþarfi að við Kiddi séum að taka þessa tryggingu strax, við værum það ung. Stundum hugsa ég til þess að ef hann hefði ekki dregið úr notagildi sjúkdómatryggarinnar hefðum við verið betur stödd." AÐSTANDENDAÁMSKEIÐ BJARGAÐI GEÐHEILSUNNI Kristín telur að viðbrögð hennar sem aðstandanda séu nokkuð eðlileg. ,,Maður fer í svona Pollýönnu-leik. Ég varð auðvitað EÐLILEGT AÐ AÐSTANDENDUM LÍÐI ILLA KRISTÍN ÞÓRSDÓTTIR VARÐ AÐSTANDANDI KRABBAMEINSSJÚKLINGS AÐEINS 23 ÁRA GÖMUL. HÚN LÝSIR HÉR REYNSLU SINNI OG ÞÖRF Á BETRI STUÐNINGI VIÐ AÐSTANDENDUR. „Mér finnst líka mikilvægt að aðstandendur viti að það er eðlilegt að brotna niður og líða illa.“ „Það að vera á námskeiðinu með þeim og geta rætt málin við þá sem skilja hvernig manni líður, bjargaði andlegri heilsu minni. Það skilur mann enginn almennilega nema að hafa gengið í gegnum þetta sjálfur,“ Kristín ásamt fjölskyldu sinni.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.