Kraftur - 01.05.2011, Blaðsíða 15

Kraftur - 01.05.2011, Blaðsíða 15
KRAFTUR 15 VIÐTAL dofin en ég þurfti bara að redda hlutunum og standa mig. Ég var hörð við sjálfa mig. Það snerist allt um Kidda og það er ekki fyrr en eftir á að maður uppgötvar að fáir spurðu hvernig mér liði. Leitarðu einhvern tímann aðstoðar? „Ég vissi ekki að Kraftur var starfandi og á öllum þessum tíma var hvorki læknir né hjúkrunarfræðingur sem benti okkur á að við gætum fengið einhverja andlega aðstoð, ef til vill vegna þess að Kiddi var alltaf svo hress og jákvæður í öllum viðtölum. Það var mamma sem sá grein í Morgunblaðinu um námskeið fyrir aðstandendur krabbameinssjúkra í Ljósinu. Ég var þá ófrísk að yngra barninu okkar og ég veit ekki hvort það var hormónastarfssemin en ég fann að múrarnir voru að bresta. Ég fór á námskeiðið og hitti fólk sem var í sömu sporum og ég. Það að vera á námskeiðinu með þeim og geta rætt málin við þá sem skilja hvernig manni líður, bjargaði andlegri heilsu minni. Það skilur mann enginn almennilega nema að hafa gengið í gegnum þetta sjálfur, auk þess sem maður vill ekki vera að leggja aukaáhyggjur á aðstandendur sína. ÓNÓGAR UPPLÝSINGAR Í HEILBRIGÐISKERFINU Kristján fór í geislameðferð í desember 2007 og átta mánaða lyfjameðferð í febrúar 2008. Í janúar 2009 var meinið horfið. ,,Læknarnir ætluðu ekki að trúa því að það væri horfið. Ég hitti svo snemma á þessu ári gamla vinkonu mína og hún sagði mér frá því að hún væri stuðningsfulltrúi hjá Krafti og sagði mér frá starfsemi þeirra og nú er ég sjálf orðin stuðningsfulltrúi. Kristín segir að það sé líka svo mikilvægt að fá upplýsingar hjá stuðningsfélögum eins og Krafti áður en farið er í meðferðir því þeir sem hafa gengið í gegnum þetta ferli vita um hvað á að spyrja og biðja. „Fólk er oft ekki með sjálfu sér í svona viðtölum og það gleymir að spyrja spurninga sem það áttar sig ef til vill ekki á að eru mjög mikilvægar. Kiddi fór t.d. í viðtal fyrir lyfjameðferðina. Það var ekkert rætt um frjósemi eða mikilvægi þess að frysta sæði. Í undirbúningum fyrir lyfjameðferðina var aldrei minnst á að hún gæti leitt til langvarandi eða varanlegrar ófrjósemi. Það var ekki fyrr en mamma spurði okkur hvort einhver hefði talað um ófrjósemi af völdum lyfjameðferðar við okkur að við fórum að afla okkur upplýsinga. Þá var okkur bent á að hafa samband við Art Medica til að frysta sæði. Við eignuðuðumst síðan litlu stelpuna okkar, Öglu Björk, sem nú er þriggja ára, með aðstoð tæknifrjóvgunar rétt áður en Kiddi byrjaði í lyfjameðferð. Það eru ýmsar brotalamir hvað varðar upplýsingar í heilbrigðiskerfinu sem geta skipt sköpum fyrir fólk með krabbamein. En hvað myndirðu ráðleggja aðstandendum krabbameinssjúklinga? „Ég myndi ráðleggja þeim að leita sér allrar þeirra aðstoðar sem þeir geta, eins og hjá Krafti þar sem svo margt er í boði. Bara það að geta hringt eitt símtal og fengið útrás og skellt svo á er ótrúlega hreinsandi. Mér finnst líka mikilvægt að aðstandendur viti að það er eðlilegt að brotna niður og líða illa. Það er sagt að það geti oft verið tvöfalt meira þunglyndi hjá aðstandendum en hjá sjúklingum. Krabbamein tekur líka ótrúlega á aðstandendur. Það mikilvægasta af öllu er að þú gerir þér grein fyrir að þú þarft ekki alltaf að halda andlitinu, þú mátt brotna niður. “ VIÐ ERUM TIL STAÐAR FYRIR ÞIG Stuðningsfélag fyrir fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra Stuðningsnet Krafts Sími: 470 2700 Skógarhlíð 8 105 Reykjavík www.kraftur.org kraftur@kraftur.org 470 2700 KRAFTUR.ORG w w w . k r a f t u r. o r g Síðastliðið ár hefur Kraftur lagt mikla áherslu á að styðja við Stuðningsnet félagsins. Stuðningsnetið býður greindum og aðstandendum að komast í samband við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu. Það er óhætt að segja að það er veruleg þörf fyrir stuðning en fulltrúar netsins hafa flestir verið fengnir til að veita stuðning og hafa til þess farið á sérsniðið námskeið hjá Gyðu Eyjólfsdóttur, sálfræðingi Krafts. Reynsla stuðningsfulltrúa er fjölbreytt og í hópnum má finna einstaklinga, foreldra sem greinst hafa með krabbamein, foreldra sem fylgt hafa fullorðnu barni sínu í gegnum meðferð og aðstandendur sem misst hafa ástvini og makar þess greinda. Stuðningsfulltrúar eru allir bundnir trúnaði. Það hefur lengi verið draumur Krafts að efla Stuðningsnet félagsins, gera það að– gengilegra og kynna betur. Auglýsingastofan EXPO bauðst til þess að aðstoða félagið til þess endurgjaldslaust. Það hefur gefið starf sitt og útbúið plaggöt með stuðningsfulltrúum og búið til myndbandsklippur með stuðningsfulltrúunum þar sem hver og einn svarar af einlægni ýmsum spurningum um krabbamein og hvaða áhrif það hafði á líf þess, eins og fjárhaginn, samskipti við aðra, kynlífið, hvað það var erfitt að halda áfram eftir að vera lausir við krabbameinið og margt fleira. Þetta mun allt verða aðgengilegt á heimasíðu Krafts. STERKT OG KRÖFTUGT FÓLK Jónas Gunnarsson, framkvæmdastjóri EXPO, segir að samstarfið við aðstandendur Krafts hafi verið frábært og verkefnið hafi verið einstaklega gefandi. Hvernig fannst ykkur að vinna þetta verkefni? „Okkur fannst þetta krefjandi og gefandi verkefni, enda er málefnið gott og þarft. Við vildum leggja okkur alla fram við að allir sem kæmu að verkefninu yrðu ánægðir með útkomuna og að hún yrði sem árangursríkust fyrir Kraft.“ Var það á einhvern hátt öðruvísi en aðrar herferðir? „Markmið okkar með öllum herferðum er að koma skilaboðum til skila. Munurinn kannski á þessum en öðrum var sá að þessi herferð snýst meira um tilfinningar og það sem raunverulega skiptir máli í lífinu; að standa við bakið á náunganum.“ Hvað var skemmtilegast við þetta verkefni? „Það var einstaklega ánægjulegt að hitta allt þetta kröftuga og sterka fólk í myndatökunni sem hafði hvert og eitt sína sögu að segja. Það er auðséð að samtökin eru að láta gott af sér leiða og því forréttindi að vera hluti af því starfi.“ VERULEG ÞÖRF FYRIR STUÐNINGSNETIÐ Kraftur - Skógarhlíð 8105, Reykjavík l Stuðningsnetið: 470 2700 l Reikningur í KB Banka 327-26-11223 Kennitala: 571199-3009 l Netfang: kraftur@kraftur.org

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.