Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 5

Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 5
5KRAFTUR oRloFShelgi á eiðUm Í lok ágúst bauð Kraftur félagsmönnum austur, í Kirkjumiðstöðina á Eiðum. Það eru Krabbameinsfélög Austfjarða og Austurlands sem standa árlega fyrir slíkri orlofshelgi þar sem boðið er upp á fræðslu, músikþerapíu, gönguferðir, helgistund, samveru og fleira. Kraftsfélagar sem höfðu nýlokið meðferð eða voru í meðferð og aðstandendur þeirra voru sérstaklega hvattir til að nýta sér ferðastyrk Krafts og er óhætt að segja að það hafi mælst vel fyrir og hvíldin og tilbreytingin var vel þegin að sögn þátttakenda. Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur með diplóma í sálgæslu og nám í viðbótarmeðferðum starfar í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þar sem boðið er upp á sálgæslu og djúpslökun fyrir einstaklinga. Slökunin er leidd áfram og áhersla er lögð á öndunartækni, vöðvaslökun og myndsköpun. Einnig eru í boði sálgæsluviðtöl en sálgæslan fjallar um lífsafstöðu og gildismat, þegar fólk stendur frammi fyrir lífsógnandi aðstæðum. Í sálgæslunni er fólgin viðtalsþjónusta. Einstaklingur fær tækifæri til að tjá sig um líðan sína gegn varfærinni hlustun og stuðningi. Sálgæsluviðtöl samhliða djúpslökun reynast vel og margir hafa nýtt sér þá þjónustu. Þjónustan er án endurgjalds. ÖndUn og vÖðvASlÖKUn Allir vita að öndun er undirstaða lífsins, það er að draga andann. Ef til vill þess vegna leiðum við ekki hugann að því að við þurfum að huga að önduninni. Fyrsta andartakið er merki um líf og það síðasta sem við gerum er að varpa öndinni. Það er með öndunina eins og svo margt annað að við veitum henni ekki athygli fyrr en við finnum að eitthvað bjátar á og þá verður hún eftirsóknarverð. Í jóga og hugleiðslu er mikil áhersla lögð á öndun, í þeim fræðum er lífsandanum haldið við og hann endurnærður. Austræn hugmyndafræði fjallar um orkubrautir og hvernig orkan getur breyst í líkamanum við áföll og veikindi. Vestræn hugmyndafræði fjallar um líffræðilegar breytingar sem eiga sér stað í líkamanum við sömu aðstæður. Þegar austrænum og vestrænum hugmyndafræðum er blandað saman geta orðið til margþættar slökunaraðferðir sem eiga það sameiginlegt að stefna að því að auka lífsgæði, minnka streitu og leitast við að finna innri frið. Slökun hefur jákvæð áhrif líkamlega og andlega en leysir í sjálfu sér ekki vandamál fólks, heldur gerir það betur undir það búið að takast á við daglegt líf. Þegar fólk verður fyrir lífsógnandi aðstæðum tekur ósjálfráða taugakerfið við og spenna verður í öllum líkamanum. Þetta ástand getur hjálpað fólki í aðstæðum þar sem það þarf á allri sinni orku að halda í skamman tíma. En aftur á móti ef streituástand helst í langan tíma getur það haft alvarlegar afleiðingar á heilsu. Í vöðvaslökun leiðum við athyglina að spenntum vöðvum líkamans. Athyglin getur beinst ýmist að því að spenna vöðvana enn frekar og slaka síðan á spennunni eða að beina athyglinni á vöðvana og ímynda sér slökun þeirra. Í vöðvaslökun verður aukin æðaútvíkkun í höndum og fótum, einstaklingur finnur oft fyrir hitatilfinningu, öndun kyrrist og hjartsláttur einnig. Rannsóknir hafa sýnt fram á breytingar í líkamsstarfsemi við djúpslökun, blóðþrýstingur lækkar, heilabylgjur kyrrast og margir tjá sig um afturhvarf til bernskunnar. Öll SKilningARviTin viRKjUð með myndSKÖpUn Oft er slökun leidd með myndsköpun. Í myndsköpun er einstaklingur leiddur í rólegar, öruggar aðstæður, þar sem næðis má njóta, gjarnan eru öll skilningarvitin virkjuð í myndsköpuninni. Náttúran er gjarnan notuð í leiðöngrum sem eiga sér stað í hugarfylgsnum þess sem slakar á. Margir finna fyrir því hvernig náttúran hefur skapandi og jafnframt slakandi áhrif á líkama og sál. Það er ekki hægt að þvinga fram slökun en hún kemur af sjálfu sér ef einstaklingurinn leyfir sér að sleppa spennunni um stund og áhrif slökunar flæðir um líkamann, hugann og sálina. Ef þú ert ekki vön/vanur að slaka á, þar sem slökun er leidd áfram getur það tekið þig svolítinn tíma að finna þinn takt. Gefðu þér tíma og það er ekkert eitt réttara en annað. Æfingin skapar meistarann í þessu sem öðru. Ef þú finnur að hugurinn er spenntur og þú átt erfitt með að sleppa takinu sýndu þér mildi. Þó þú náir ekki að slaka á nema í örfáar mínútur er það þess virði og þú ert vel á veg kominn. Mikilvægt er að finna þá leið sem hentar hverjum og einum og stunda slökun reglulega. Útivera getur verið slökun, að vera með vinum, hlæja og hafa gaman er slökun og svo margt, margt annað sem fær mann til að líða vel. Öndun og kyRRð eykuR lífsgæði Sálgæsluviðtöl og slökun eru í höndum Ásdísar sem starfar í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.