Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 6

Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 6
6 KRAFTUR ungliðastaRf með skB og ljósinu Kraftur hefur komið á fót langþráðu samstarfi við Ljósið endurhæfingarmiðstöð og SKB Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með stuðning frá Arion banka. Samvinnan felur í sér stofnun Ungliðahóps fólks á aldrinum 18-29 ára en sá aldurshópur hefur dreifst mikið á félögin og því var þörf á að stilla saman strengi og skapa vettvang sem fólk gæti leitað til. Ungliðahópurinn hittist annan hvern fimmtudag í vetur þar sem boðið verður upp á stutta dagskrá hverju sinni auk þess sem tími gefst til að spjalla saman. Hópurinn nýtir sér húsnæði félaganna þriggja eftir því sem hentar hverju sinni. Upplýsingar um staðsetningu og dagskrá er að finna á vefsíðu Krafts, einnig hefur Ungliðahópurinn stofnað facebook grúppu til að þétta raðirnar. Starfsemi hópsins fer vel af stað og þátttakan hefur verið góð. Arion banki styrkir ungliðaverkefni félaganna. Aðstandendur og styrktaraðilar eru hér samankomnir.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.