Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 7

Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 7
7KRAFTUR fílaR Rokk og teRRy PRatchett Rafn Haraldur Rafnsson er umsjónarmaður ungliðahópsins. Hann er sjálfur aðstandandi, starfar á geðsviði Landspítalans við endurhæfingu og er íþróttafræðingur að mennt. Stjörnumerki? Tvíburi. Lífsmóttó? Hmm..ætli það sé ekki bara að koma fram við aðra eins og maður vill láta koma fram við sig. Það er mjög gilt. Uppáhalds tónlist/kvikmynd/bók? Rokk tónlist er í uppáhaldi, hljómsveitir eins og Arcade Fire, Weezer og Pixies. Í kvikmyndum er það The Big Lebowski og mér finnst margar bækur skemmtilegar. Undanfarið hef ég verið að lesa nokkrar Terry Pratchett bækur sem eru mjög skemmtilegar. Hvað ertu lærður og hvernig nýtist námið í starfi? Hef lokið B.Sc. í íþróttafræði og er að nema master í Stjórnun og stefnumótun innan Viðskiptafræðideildar HÍ. Námið nýtist þannig að maður getur tekið sitt hvað héðan og þaðan úr skólagöngunni til að efla starfið. Ég hef áður verið að vinna mikið með hópum, fólki á öllum aldri. Ætli mér finnist ekki bara svona gaman að vinna í kringum fullt af fólki. Þetta er gott tækifæri til að kynnast fólki á öllum aldri og taka þátt í nýrri starfsemi. Hvert er hlutverk svona ungliðahóps? Ungliðahópurinn hittist á tveggja vikna fresti í vetur. Þetta er vettvangur fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein eða eru aðstandendur fólks sem hafa greinst með slíkt. Markmiðið er að kynnast öðrum, gera sér glaðan dag og kynnast þeim möguleikum sem félögin Kraftur, Ljósið og SKB hafa upp á að bjóða. Hvað kemur þér helst á óvart með krakkana? 18-30 ára er auðvitað talsvert aldursbil, samt hefur gengið ágætlega að stilla hópinn saman og það ríkir mjög góð stemmning. Þegar margir svona ólíkir karakterar koma saman verður oft skemmtileg útkoma. Í hverri viku bætast svo við nýjir einstaklingar sem hafa heyrt af hópnum og vilja fá að prófa. Hvað var vinsælt í vetur og hvað er framundan? Hingað til hefur leikhúsferðin okkar þegar við fórum að sjá Finnska hestinn verið vinsælust. Þar mættu 27 manns. Annars hefur mætingin verið jöfn í vetur. Ef ég ætti að velja eitthvað sem stendur upp úr mundi ég segja matargerðarnámskeið með Begga og Pacas. Þeir félagar komu og elduðu með okkur eitt kvöld sem var snilld frá A til Ö. Svo í vetur verður margt í boði hjá okkur, t.d. námskeið, jólakvöld, bíóferð, möguleg skíðaferð, alls kyns fyrirlestrar, útivist og heimsóknir.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.