Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 9

Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 9
9KRAFTUR STUÐNINGSSÍMI KRAFTS ER 866-9618 Síminn er opinn alla daga ársins. Ekki hika við að hringja vanti þig að heyra í einhverjum sem hefur velt fyrir sér sömu hlutum og þú, upplifað sömu tilfinningar og óvissu, eða skilur að stundum þarftu bara að tala! stuðninguR og samtÖl fyRiR ungt fólk og aðstandenduR með kRaBBamein STUðningSneTið Á árinu 2010 hefur Kraftur lagt mikla áherslu á að styðja við Stuðningsnet félagsins. Stuðningnetið býður greindum og aðstandendum að komast í samband við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu. Á undanförnum tveimur árum hafa 30 einstaklingar hlotið handleiðslu Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðings. Það er óhætt að segja að veruleg þörf er fyrir stuðning en fulltrúar netsins hafa flestir verið fengnir til að veita stuðning. Reynsla stuðningsfulltrúa er fjölbreytt og í hópnum má finna einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein, foreldra sem hafa fylgt fullorðnu barni sínu í gegnum meðferð og aðstandendur sem hafa misst ástvini sem og makar þess greinda. Stuðningsfulltrúar eru allir bundnir trúnaði og koma þeir reglulega saman til að bera saman bækur og hljóta fræðslu frá sérfræðingum. Á síðasta fundi kom Berglind Víðisdóttir og kynnti starfsemi hjúkrunar-og ráðgjafarþjónustu Karitas. Miklar umræður urðu og benti Berglind til dæmis á þann algenga misskilning að sjúklingur á líknandi meðferð sé dauðvona frekar en í meðferð til að lina þjáningar og bæta lífsgæði. Fyrirhuguð er kynningarherferð á starfsemi Stuðningsnetsins á heilbrigðisstofnunum og í skólum en Kraftur hefur hlotið stuðning og styrk frá auglýsingastofunni Expo sem mun aðstoða við gerð kynningarefnis. Þeir sem hafa áhuga á að ræða við stuðningsfulltrúa hafi samband í síma 866-9618. Upplifun StuðningsfulltrúaÉg man alltaf eftir sjónvarpsþætti sem ég sá sem unglingur þar sem var viðtal við tvo unglinga, Fróða og Önnu, sem höfðu fengið krabbamein. Í þættinum var veitt innsýn í krabbameinsmeðferð og sannarlega fannst mér mikið lagt á jafnaldra mína á þeim árum sem oft eru kennd við bestu ár lífsins. Þess vegna fylgdi því óneitanlega sérstök tilfinning að hitta þau baráttusystkini þegar ég sjálf greindist með krabbamein. Það var mjög óraunverulegt að vera orðin partur af þeim heimi sem mér hafði hryllt við í sjónvarpinu. Það má segja að það hafi verið lán í óláni að kynnast þeim. Mér fannst mjög mikilvægt að vita af þeim og að fá að hitta þau. Við greiningu er gefnar lífslíkur í prósentum og ég fann vissulega ró í þeirri staðreynd að góðar líkur væru á bata. Fyrirmynd í formi einstaklinga hefur allt önnur áhrif . Það er ómetanlegt að hafa einhvern til að líta upp til, einhvern ljóslifandi sem sýnir þér að þetta verður allt í lagi. Það eru ekki margir sem hafa sömu reynslu að baki og því ómetanlegt að geta rætt um málin við einhvern sem hefur skilning frá fyrstu hendi. Samskiptin þurfa ekki endilega stöðugt að snúa að krabbameininu heldur að maður hafi fyrirmyndina. Í gegnum þessa reynslu mína veit ég hversu mikilvægt það er fyrir fólk að fá stuðning frá jafningja og þess vegna tek ég þátt í stuðningsneti Krafts. Ég vil vera til taks fyrir fólk sem greinist með krabbamein því ég þekki þakklætið sem fylgir því og þannig öðlast mín reynsla frekari tilgang. Undirbúningur stuðningsfulltrúa hjá Gyðu er ákaflega vandaður sem gerir mann öruggari í hlutverki sínu. Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart við stuðningsnetið er ánægjan sem fylgir því að gefa af sér á þennan hátt þannig að óhætt er að segja að Stuðningsnetið snúist um að gefa og þiggja.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.