Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 10

Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 10
10 KRAFTUR að hlauPa í þágu annaRRa Það er frábært að geta notað eigin heilsu í þágu þeirra sem þurfa að berjast fyrir heilsunni. Með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka gefst fólki kostur á að safna áheitum fyrir góðgerðarfélag að eigin vali. Í sumar naut Kraftur góðs af hlaupum 76 einstaklinga sem hlupu rúmlega 800 km og söfnuðu rúmri milljón, eða samtals 1.360.000 krónum. Kunnum við öllum þeim er styrktu hlauparana og hlaupurunum bestu þakkir fyrir það framlag. Stjórn Krafts lét sitt ekki eftir liggja en framkvæmdastjórinn og fimm manns úr stjórninni hlupu – þeir stjórnarmenn sem ekki hlupu skipuðu klapplið Krafts ásamt tryggum félagsmönnum.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.