Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 12

Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 12
12 KRAFTUR Upphaf desembermánaðar 2008 var viðburðarríkt í lífi Sigrúnar Þórisdóttur sem þá var 25 ára. Þann 1. desember flutti hún heim til foreldra sinna í kjölfar sambúðarslita, 2. desember var þriggja mánaða dóttir hennar skírð og 3. desember greindist Sigrún með hvítblæði. ,,Meðgangan gekk vel, ég fór reyndar í bakinu nokkrum dögum fyrir fæðinguna en í kjölfar hennar mögnuðust einkennin upp. Ég var komin langt niður í blóði, orðin mjög slöpp og hvít í framan með glóðaraugu og leit hræðilega út“. Um var að ræða dæmigerð hvítblæðiskeinkenni; verkir, þreyta og marblettir um allt. Sigrún leitaði án árangurs á læknavakt og það var ekki fyrr en eftir skoðun hjá blóðsjúkdómasérfræðingi að hjólin fóru að snúast. ,,Daginn eftir skírn Örnu dóttur minnar fór ég í blóðprufu og það var hringt í mig klukkustund síðar og sagt að ég yrði að koma strax aftur til að fá blóð. Ég áttaði mig ekkert á því að þetta væri alvarlegt, hélt ég yrði bara þar yfir nóttina en ekki fram á næsta ár eins og raunin varð. Ég fékk reyndar að gista heima á aðfangadags-og gamlárskvöld“. léTTiR Að Fá gReiningUnA Við tók ströng lyfjameðferð og sýklalyfjagjöf á sex tíma fresti til að vinna á sýkingu í lyfjabrunni. Hver voru viðbrögð þín við greininguna? ,,Ég var rosalega róleg, en mér var búið að líða svo rosalega illa að það var eiginlega léttir að leggjast inn á spítala. Það er auðvitað leiðinlegt að greinast með hvítblæði en að fá útskýringu og viðurkenningu á því að það væri eitthvað að var mjög gott því ég var svo illa farin og hafði ekki getað séð um dóttur mína.“ Fjölskylda Sigrúnar stóð þétt að baki henni í veikindunum. ,,Það var algjör blesssun að ég rétt náði að flytja til foreldra minna áður en ég fór á spítalann því þá var allt dótið okkar komið til þeirra og ég komin með nokkurs konar heimilshjálp“. Eftir mánaðar spítalalegu tóku við lyfjagjafir á göngudeild og að hálfu ári liðnu í maí 2009 þurfti Sigrún að fara í beinmergsskipti í Svíþjóð en því fylgdu lyfjameðferð og heilgeislun þar sem allur líkaminn er geislaður tvisvar. ,,Við fórum fimm út í upphafi, ég, Arna, foreldrar og barnsfaðir en mamma var minn fylgdarmaður þann mánuð sem ég var föst á spítalanum. Það var auðveldara að hafa Örnu með úti en ég hélt en ég mátti hafa hana hjá mér svo lengi sem hún var ekki lasin. Hins vegar verður maður að hafa tvo auka fylgdarmenn ef maður tekur börn með sér út, einn fyrir barnið og annan fyrir sjúklinginn. Annars var fólk bara að koma og fara til að aðstoða okkur. Þetta er svolítið erfitt fjárhagslega því tryggingarnar taka ekki þátt í að borga undir einhvern sem sér um barnið en það eru ekkert allir sem geta skilið börnin sín eftir heima.“ hRæðSlAn við Að TengjAST dóTTURinni Hvernig var samband þitt við dóttur þína á meðan á veikindunum stóð? ,,Hún var ekki mikið hjá mér. Hún vaknaði hjá mér á aðfangadagsmorgun sem var yndislegt, hún gisti þá hjá mér í barnarúmi á spítalanum um nóttina, annars gat ég ekki séð um hana. Ég var svo mikið veik og alltaf bundin við einhverjar snúrur og staura. Fjölskyldan mín og barnsfaðir skiptust á að sjá um að hana og því þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af henni. Fyrst þegar ég veiktist vissi ég ekki hvort ég myndi lifa til að sjá hana fara í leikskóla og grunnskóla og á tímabili var ég svoldið hrædd við að tengjast henni. Ég vissi ekki nema að ég myndi ekki vera hjá henni heldur deyja og fara frá henni. Ég vildi ekki gera hana háða mér ef ég myndi ekki lifa af. Ég var minna með hana sem ungabarn en venjulegar mæður en það er ekki að sjá í dag, hún er mikil mömmustelpa og við erum eins og hverjar aðrar mæðgur.“ Sigrún fékk stofnfrumur úr alþjóðlegum beinmergsbanka og það eina sem hún veit um gjafann er að um er að ræða Þjóðverja. Dvölin í Svíþjóð var Sigrúnu erfið og tók mikið á líkamlega og andlega. Ónæmiskerfið var veikt og hætta á því að líkaminn hafnaði nýja mergnum. Sigrún kom heim til Íslands eftir þrjá og hálfan mánuð í Svíþjóð og við tók eftirlit tvisvar í viku á Landspítalanum ásamt innlögnum þegar þess þurfti. ,,Ég var slöpp og lengi að ná mér séRstÖk sPoR

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.