Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 14

Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 14
14 KRAFTUR „komdu sæl ég ætla að fá tvo BeikonBáta hjá þéR“? -hUgleiðing STjóRnARmAnnS Fyrir nokkrum árum greindist ég með Hodgkins eitilkrabbamein. Á svipstundu breyttist líf mitt og ég var farinn að hanga með hópi af heldra fólki tvisvar í mánuði. Ég man eftir því að bragðskyn mitt breyttist og ég fékk „cravings“ í óhollan mat. Á þessum tíma bjó ég heima hjá foreldrum mínum og lifði frítt og því var það óvænt að fá endurhæfingarlífeyri. Ég gat keypt mér alla þá óhollustu sem mig langaði í og fann ákveðna huggun í mat. Ég keypti mér oft Nonnabita eða annan skyndibita og skolaði því niður með Husk blöndu svo að ég myndi ekki stíflast. Ég heyrði um stelpu sem hafði keypt sér hest fyrir endurhæfingarlífeyrinn sinn og þá fór ég virkilega að hugsa hvað ég hafði eiginlega gert við endurhæfingarlífeyrinn minn? Það getur verið notalegt til skamms tíma að borða óhollan mat og vera góður við sjálfan sig. Ég meina, maður er nú einu sinni í krabbameinsmeðferð. En til lengri tíma er þetta ekki það sniðugasta sem maður gerir. Skilaboðin mín eru, borðið hollt og reynið að eyða ekki öllum endurhæfingarlífeyrinum í vitleysu. Jóhannes Þorleiksson, stjórnarmaður í Krafti Íslensk framleiðsla á stílabókum og gjafaöskjum fyrir handverksfólk og verslanir Úrval af allskonar öskjum, tilvalið fyrir handverksfókið Stílabækur A4 og A5 fjórir litir NÝTT 48 BL S Stílabækur, stórar og litlar, fjórir litir Verkefna- og úrklippubók, fjórir litir Bæjarhrauni 20 – Sími 553 8383 enduRfundiR mh-inga leiða til góðs Á dögunum afhentu útskrifaðir MH-nemar Krafti stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein og Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara styrk að upphæð 200.000 krónur. Svokölluð endurfundanefnd úr Menntaskólanum við Hamrahlíð stóð fyrir samkomu nemenda sem útskrifuðust frá MH á árunum 1986-1990. Í bréfi nefndarinnar sem lesið var upp við afhendingu segir að ákveðið hafi verið að reisa ekki minnisvarða með orðabókum, trjáplöntum eða innrömmuðum partímyndum heldur að nota afganginn af aðgangseyrinum til að þakka fyrir sig og minnast látins skólafélaga. „Við viljum þakka fyrir þá og þær úr okkar hópi sem hafa fengið stuðning, kraft og styrk til að vinna á sjúkdómi sínum hjá Krafti og til að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Kristjáni Eldjárn og njóta hæfileika hans, en hann lést úr krabbameini í apríl 2002“. Það voru þau Páll Óskar Hjálmtýsson, Brynhildur Björnsdóttir og Hugrún Hólmgeirsdóttir sem afhentu styrkinn í húsakynnum Krafts í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sunnudaginn 31. október en einnig kom Ragnheiður Eiríksdóttir að skipulagningu endurfundanna. Unnur Ólafsdóttir móðir Kristjáns, og Unnur Sara dóttir hans veittu styrknum móttöku ásamt Ástu Hallgrímsdóttur formanni Krafts og fulltrúum félagsins þeim Ágústu Ernu og Hildi Hilmarsdætrum, en þær hafa allar stundað nám við MH. Aðstandendur Minningarsjóðs Kristjáns Eldjárns gítarleikara og Krafts stuðningsfélags vilja koma á framfæri þökkum til allra er komu að endurfundum MH-inga og veittu þennan styrk.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.