Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 2

Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 2
2 KRAFTUR Af hverju að vinna frítt ef maður getur fengið greitt fyrir það? Sjálfboðastarf er um margt áhugavert fyrirbæri, ekki síst í markaðssamfélaginu þar sem allt er falt. Ofangreind spurning var sett fram í tengslum við sjálfboðaliðastarf og því ekki um að ræða að verið væri að leita að peningum til framfærslu. Til viðbótar við afraksturinn af vinnuframlagi sjálfboðaliða sem er þiggjendum til góða sýna rannsóknir að sjálfboðaliðar upplifa ánægju og tilgang í störfum sínum. Breytum því spurningunum. Hvað gerir þú ekki nema fá borgað fyrir það? Er eitthvað sem þú gætir ekki hugsað þér að fá borgað fyrir? HópUR sjálFboðAliðA Í KRAFTi Í Krafti er öflugur hópur sjálfboðaliða sem gera félaginu kleift að halda úti Stuðningsnetinu og er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig sú starfsemi færi fram ef peningar bættust í spilið. Starfið er engu að síður mjög dýrmætt og raunar ómetanlegt fyrir félagið að geta boðið upp á jafningjastuðning. Myndbönd Stuðningsnetsins komu á vefsíðuna kraftur. org og Youtube í haust og hafa hlotið mjög góðar viðtökur. Þar kemur fram hópur fólks úr Stuðningsnetinu sem gefur einlæga og opinskáa innsýn í líf sitt. Þetta eru frásagnir sem bestu handritshöfundar gætu ekki leikið eftir því þetta er alvöru fólk með sannar sögur sem kalla fram bros og tár. Myndböndin eru kærkomin viðbót á þjónustu Stuðningsnetsins, nú geta allir farið á netið og fylgst með því hvernig fólk ræðir um veikindin og allt sem þeim fylgir. Áhorfandinn þarf ekki að bera upp spurningar heldur fær hann svör við fjölmörgum spurningum sem hann þorði aldrei að spyrja. MiKilvægi TæKniKUnnáTTU og sAMsTARFsHæFni Á vefsíðunni okkar er einnig að finna margt annað fræðsluefni og þar er birt í heild sinni bókin Lífskraftur: hagnýtar upplýsingar fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Greinilegt er að upplýsingabyltingin hefur staðið yfir frá því ég átti í mínum veikindum því þá hafði netið ekki hafið innreið sína í tölvur almennings og við þekktum það aðeins af afspurn. Nú eru aðrir tímar og tæknikunnátta mikilvæg til að fóta sig í samfélaginu. Annar eiginleiki sem mikilvægt er að tileinka sér í dag er samstarfshæfni. Þar telur Kraftur að hann geti staðið mun betur að vígi. Kraftur vill þess vegna beita sér fyrir heildstæðu samstarfi þeirra félaga sem sinna krabbameinssjúklingum og aðstandendum á Íslandi því við teljum að samstillt félög séu öllum til góða. Það er sýn Krafts að skjólstæðingar eigi aðeins að þurfa hafa samband á einn stað til að fá upplýsingar um hvaða félög þeir eiga erindi í og fá upplýsingar um þjónustu í boði. Við vitum að fleiri eru á sama máli og erum tilbúin í þá vinnu sem framundan er til að láta þá sýn verða að veruleika. FORMANNSPISTILL BLAðIð STUÐNINGSFÉLAG FYRIR UNGT FÓLK SEM GREINST HEFUR MEÐ KRABBAMEIN OG AÐSTANDENDUR Skógarhlíð 8 / 105 Reykjavík Sími: 866 9600 / Stuðningssími: 470 2700 Skrifstofan er opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 9:00-16:00 www.kraftur.org / kraftur@kraftur.org Reikningsnúmer: 327-26-112233 / Kennitala: 571199-3009 Starfsmaður: Hulda Bjarnadóttir / hulda@kraftur.org Formaður Krafts: Hlín Rafnsdóttir / hlinrafns@gmail.com Stjórn Krafts: Árni Gunnlaugsson, Gísli Einarsson, Hulda Hjálmarsdóttir, Katrín Vilhelmsdóttir, Stefanía Björk Björnsdóttir, Unnur Guðrún Pálsdóttir (Lukka) Ritstjóri Kraftsblaðsins: Unnur H. Jóhannsdóttir / uhj@simnet.is Ábyrgðarmaður: Hulda Bjarnadóttir og Unnur H. Jóhannsdóttir Hönnun og umbrot: Hilmar Þór Jóhannsson / hilmartj@gmail.com Forsíða: Hilmar Þór Jóhannsson / hilmartj@gmail.com Ljósmyndari: Ernir Eyjólfsson Annað myndefni: Úr myndasafni Krafts / Úr einkasafni Prentun: Ísafoldarprentsmiðja FélAgleg RéTTindi og úRRæði Þegar fólk veikist af alvarlegum sjúkdómi eru fyrir hendi ýmiss úrræði í samfélaginu. Fólk stendur þó oft misjafnlega að vígi hvað áunnin réttindi varðar. Lög um almannatryggingar, félagsþjónustu sveitafélaga og félagslega aðstoð eiga að tryggja að allir njóti lágmarks framfærslu. Við þessar aðstæður nýtir fólk fyrst rétt sinn á vinnumarkaði en þegar honum lýkur taka sjúkrasjóðir stéttafélaganna við. Þegar greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttafélaga falla niður geta tekið við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) eða félagsþjónustu sveitarfélaga. Greiðslur til sjúklinga eru þannig háðar öðrum tekjum og áunnum réttindum fólks á vinnumarkaði. Á forsíðu www. kraftur.org eru mjög góðar leiðbeiningar um félagsleg réttindi og úrræði í samfélaginu og ættu félagsmenn að kynna sér þær mjög vel og fá nánari upplýsingar frá Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins. Hlín Rafnsdóttir formaður.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.