Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 3

Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 3
KRAFTUR 3 viðTAl Upphafið má rekja til áranna 2006-2008 þegar samstarf Krafts og Gyðu hófst, fyrst í kringum fyrirlestur um ófrjósemi, sem síðan leiddi til nánari samvinnu um einhvers konar stuðningsnet. Einhvers konar er réttnefni því það vissi enginn í raun hvernig standa átti að slíku stuðningsneti þar sem ekkert slíkt var starfandi hér á landi. Kraftur bað Gyðu um að taka þetta verkefni að sér og eftir nokkra umhugsun ákváð hún að gera það og var tæpt ár að afla sér heimilda um stuðningsnet víða í heiminum sem og rannsóknir og skrifaði í kjölfarið handbók og kennsluefni fyrir stuðningsnet Krafts. „Hér heima var ég t.d. í samskiptum við Rauða Kross Íslands og erlendis ræddi ég m.a. við fólk í krabbameinsfélagi í Kanada og Nýja-Sjálandi og fékk hjá þeim gögn og upplýsingar um hvernig þau stæðu að þjálfun sjálfboðaliða til að sinna stuðningi. Ég hafði samt sem áður engar beinar fyrirmyndir og hafði sjálf aldrei farið á slíkt námskeið. Það var því ýmislegt sem við þurftum að reka okkur á og höfum gert og lært á því. Fyrsta námskeiðið sem við héldum var til dæmis skipulagt á tveimur dögum, föstudegi og laugardegi. Þegar hins vegar var komið að hádegi á laugardegi vorum við öll sprungin, höfuðið á okkur var orðið troðfullt af fróðleik,“ segir Gyða og hlær. „Við ákváðum því að slíta námskeiðinu og halda áfram um haustið sem og við gerðum. Síðan þá höfum við prófað ýmsar útgáfur af námskeiðunum og ætli við séum ekki að detta niður á þá réttu.“ MinnKAR KvÍðA og þUnglyndi En veistu til þess að erlendar rannsóknir hafi sýnt að jafningjastuðningur eins og þessi beri árangur? „Já og hann gerir það. Jafningjastuðningur virðist minnka bæði þunglyndi og kvíða, auka stjórn og styrk og trú á því að það sem viðkomandi er að gera skipti máli. Hann virðist einnig hjálpa fólki í samskiptum við læknastéttina, fólk virðist eiga auðveldara að fylgja sínu eftir og léttir álagi af aðstandendum og ég fann eina rannsókn sem sýndi að hann geti lengt þann tíma sem fólk á eftir ólifaðan.“ Gyða segir að nú séu um 37 manns/ einstaklingar búnir að fara í gegnum námskeiðin sem þarf að fara í gegnum til að geta orðið stuðningsfulltrúi. ,,Það eru um tíu sem eru skráðir í næsta námskeið sem byrjar núna í nóvember þannig að þetta er orðinn flottur hópur.“ Hún segir samt að enn þurfi að stækka hópinn til þess að mæta öllum sem á stuðningi þurfi að halda. „Það er mikilvægt að stuðningsfulltrúinn geti sagt sögu sína eða miðlað sinni reynslu á viðeigandi hátt og eigi sem líkastan bakgrunn með þeim sem hann á að styðja. ,,Þessar niðurstöður eru úr rannsókn þar sem viðföngin voru konur með brjóstakrabbamein. Ég hef reyndar ekki skoðað aðrar tegundir af krabbameini en þessi rannsókn gaf mjög skýr skilaboð. Ef ég held áfram með dæmi af brjóstakrabbameini og tæki dæmi af ungri konu sem ætti ung börn og væri nýgreind með brjóstakrabbamein í leit að stuðningi þá myndum við reyna að finna stuðningsfulltrúa sem hefði fengið brjóstakrabbamein og hefði átt ung börn.“ Gyða segir að oft geti verið erfitt að finna nákvæmlega eins tilfelli eða svipuð, vegna þess hve Ísland er lítið, og þess vegna séu þau hjá Krafti alltaf að reyna að bæta fólki í stuðningsnetið. „Hins vegar leysum við það þannig að í sumum tilfellum fær fólk fleiri en einn stuðningsfulltrúa. Ef að við eigum ekki stuðningsfulltrúa sem passar fullkomlega við viðkomandi þá blanda ég saman tveimur stuðningsfulltrúum til að viðkomandi fái það sem hann þarf.“ Gyða segir að það sé mjög mikilvægt að koma því á framfæri að jafningjastuðningur þýðir að tveir aðilar með svipaðan bakgrunn, þ,e, jafningjar eru að hittast. „Stuðnings- fulltrúarnir eru ekki meðferðaraðilar og það er sem heilbrigðisstarfsfólk mætti vera meðvitað um. Það er ekki verið að fara inn á þeirra starfssvið. Jafningjastuðningur snýst um að vera til staðar, hlusta og benda á úrræði sem þegar eru í boði." dýRMæTT og FAllegT Þegar þú lítur til baka og horfir á stuðnings- netið nú, hverju finnst þér þú hafa áorkað í samstarfi við Kraft? ,,Mér finnst við hafa búið til eitthvað fallegt, eitthvað sem skiptir miklu máli og er mjög dýrmætt. Kraftur hafði alltaf verið að veita stuðning, en það voru fáir einstaklingar og það var mikið álag á þeim. Þeir vissu ekki alltaf hvar mörkin lágu og þeim vantaði líka handleiðslu. Við fönguðum þennan áhuga, þessa löngun til þess að veita stuðning og settum hann í faglegan farveg þar sem framhaldið er fastmótað. Við erum búin að búa til eitthvað sem heldur. Þeir sem taka þátt, þeir eru svo þakklátir fyrir að fá tækifæri til að miðla reynslu sinni og að hún komi öðrum að gagni og þeir sem fá stuðninginn er svo þakklátir fyrir þennan stuðning.“ Það eru sem sagt allir sem græða. EITThvAð SEM SkIPTIR ROSALEgA MIkLu MáLI FRUMKvöðlAsTARF KRAFTs og gyðU eyjólFsdóTTiR, doKToRs Í sálFRæði, leiddi AF séR sTUðningsneT KRAFTs seM nú HeFUR HloTið byR UndiR báðA vængi Með MyndKlippUM, þAR seM FinnA Má ReynslUsögUR MeðliMA og eRU á KRAFTUR.oRg. þAð vAR gyðA seM leiddi og MóTAði sTARFið Í KRingUM sTUðningsneTið Í sAMsTARFi við KRAFT, seM nú HeFUR FUlloRðnAsT og Má segjA Að HAFi öðlAsT eigið lÍF. ,,Mér finnst við hafa búið til eitthvað fallegt, eitthvað sem skiptir miklu máli og er mjög dýrmætt.“ Gyða safnaði að sér efni víða um heim áður en hún skrifaði handbók og kennsluefni fyrir stuðningsnet Krafts.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.