Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 6

Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 6
viðTAl 6 KRAFTUR „Markmið verkefnisins er að bjóða þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum upp á sérhæfða kynlífsráðgjöf klínísks kynfræðings og þjálfa starfsfólk svo að umræðan um kynlíf og kynheilbrigði verði sjálfsagður þáttur í meðferð sjúklinga,“ segir Jóna Ingibjörg. Árlega greinast tæplega 1400 einstaklingar með krabbamein á Íslandi og flestir fá meðferð á Landspítalanum. Í nýlegri þjón- ustukönnun kom í ljós að vilji var hjá rúmlega þriðjungi þeirra til að nýta sérhæfða kynlífsráðgjöf væri hún í boði en það eru nokkur hundruð einstaklingar á ári. áHRiF KRAbbAMeins á KynveRUnd Jóna Ingibjörg segir að krabbamein geti haft áhrif á kynverund hjóna eða sambúðarfólks en með hugtakinu kynverund er átt við allt sem felst í því að vera kynvera. Krabbamein hefur margvísleg áhrif á kynlíf og náin samskipti. „Í fyrsta lagi hefur krabbamein áhrif á andlega þáttinn, í öðru lagi á þann líkamlega og í þriðja lagi getur það haft áhrif á samskipti fólks. Ef við byrjum á fyrsta þættinum þá er það flestum gífurlegt áfall að greinast með krabbamein og flestum líður illa og óvissan er mikil eftir því eftir um hvers konar krabbamein er að ræða og hvar það er og hvernig það muni þróast. Margir kljást við kvíða og þunglyndi í kjölfarið. Aðeins það að vinna úr þessum tilfinningum setur kynlífið í baksætið, það er ekki lengur eins mikilvægt í huga viðkomandi og áður. Líkamlegi þátturinn kemur líka inn í. ,,Bæði lyfja- og geislameðferð eru erfiðar og oft missir fólk kraftinn og orkuna og er ekki upplagt í sömu kynlífsvirkni og áður. Meðferð fylgja einnig oft aukaverkanir eins og ógleði, þreyta og slappleiki. Þá getur ný líkamsímynd haft áhrif eins og að missa hárið, bæði á kollinum og kynfærum, missa líffærahluta eins og brjóst eða eista eða aðrar breytingar á kynfærunum t.d. vegna geislameðferðar. “ Samskipti parsins skipta svo máli. ,,Oft veit makinn ekki hvað hann má gera og hvað ekki og verður oft dálítið óöruggur. Hann vill sýna tillitssemi og svo þegar meðferð er lokið og allt á að vera komið í lag og vera í því fína þá kemur oft bakslag og fólk veit ekki hvernig það á að byrja. Það er alltaf að reyna að koma sér að því en getur það ekki og þetta getur í raun grafið undan sambandinu. Því finnst það ekki lengur vera par, heldur bara búa undir sama þaki.“ lÍFsReynslA geTUR geRT FólK Að beTRi elsKHUgUM Almennt segir Jóna Ingibjörg að það sé mjög misjafnt hversu mikilvægt kynlíf er fólki í krabbameinsmeðferð í merkingunni samfarir, en nánd og snerting sé það tvímælalaust. „Það er vissulega gott að fólk tali saman um kynlífið en það er þá mikilvægt að hlusta á hvort annað og það er einnig mikilvægt að ætla sér ekki um of heldur sýna skilning og tillitssemi.“ Hún segir jafnt karlmenn sem konur koma að hitta sig vegna vandkvæða í kynlífinu eftir krabbameinsmeðferð. ,,Karlmenn geta átt í erfiðleikum með kynlöngun, ristruflanir og upplifað sáðlátsbreytingar en konur breytingar á kynlöngun, blotnun og fullnægingarerfiðleika. Það er til nokkuð sem heitir kynlífsendurhæfing og við förum í gegnum það. Eitt af því sem gert er það er að viðhalda blóðflæði til grindarbotnsins, bæði hjá konum og körlum og konum, þá með kynferðislegri örvun af einhverju tagi. Þetta hjálpar til að fá súrefnisríkt blóð til kynfæranna, karlmenn og konur ættu því, þótt þeir séu ekki í sambandi að iðka reglulega sjálfsfróun, bara til að koma blóðflæðinu af stað í kynfærunum og í kringum þau, eins og konur sem hafa farið í aðgerð nálægt grindarbotninum sem og karlmenn sem einnig hafa farið í blöðruhálskirtilsaðgerð.“ Finnst þér vanta fræðslu á þessu sviði? ,,Já, það vantar mikla fræðslu en þetta verkefni er vonandi vísir að meiru en það hefur mælst mjög vel fyrir og það hefur komið mér ánægjulega á óvart hvað fólk sem kemur til mín er opið og tilbúin til þess að ræða þessi mál.“ En eru einhverjar líkur á því að kynlíf batni í kjölfar krabbameins? ,,Já, já, það getur vel orðið. Kynlíf er þannig samskiptamáti að allt sem veðrar fólk sem persónuleika, því heilsteyptari og betri manneskja getur fólk orðið. Það getur bætt sambandið og gert fólk um leið að betri elskhuga eða ástkonu. Fegurð kynlífs er ekki í sjálfum athöfnunum heldur fólkinu sem stundar það.“ kRABBAMEIN hEFuR áhRIF á kyNLíF Og NáIN SAMSkIPTI Í byRjUn þessA áRs HóFsT séRHæFð KynlÍFsRáðgjöF á lAndsspÍTAlA FyRiR sjúKlingA Með KRAbbAMein en veRKeFnið eðA innleiðing þess MUn sTAndA Í Tvö áR. séRlegUR sTARFsMAðUR veRKeFnisins eR jónA ingibjöRg jónsdóTTiR. „Það er til nokkuð sem heitir kynlífsendurhæfing og við förum í gegnum það.”

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.