Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 8

Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 8
8 KRAFTUR SAMhELdIN uNg- LIðAhóPuR gERIR SkEMMTILEgA hLuTI gUnnAR þóR AndRésson, seM nú séR UM UngliðAHóp KRAFTs, ljóssins og sKb eR svo sAnnARlegA Með MARgA bolTA á loFTi, endA HeFUR HAnn gAMAn Að veRA Með og KynnAsT nýjU FólKi. Blaðamaður Krafts náði Gunnari þar sem hann var að fara úr einni vinnunni í aðra. ,,Já, ég er að koma úr aðalvinnunni minni sem er á Endurhæfingardeild LR sem er geðdeild innan geðsviðs Landsspítalans og er að fara í þá næstu sem er félagsmiðstöðin Tían í Árbæ. Þetta er fyrsta árið mitt með Ungliðahópnum, sem er ótrúlega spennandi en auk þess er ég körfuboltadómari,“ segir Gunnar, sem er íþróttafræðingur að mennt og hlær þegar blaðamaður spyr hvað séu margir tímar í sólarhringnum hans. ,,Ég hef ótrúlega gaman af því að hafa mikið fyrir stafni og finnst gaman að vinna með fólk. “ Gunnar er aðstandandi krabbameinsgreindra en amma hans dó fyrir síðustu jól úr krabbameini. ,,Ég kynnist sjúkdómnum í gegnum hana. Þá er Rafn Haraldur Rafnsson, fyrrum umsjónarmaður Ungliðahópsins vinur minn en við vorum bekkjarbræður í íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík. Við vinnum einnig saman á endurhæfingardeildinni. Hann spurði mig hvort ég hafði áhuga á að vinna með Ungliðunum og gaf mér gott orð en þannig kom það til að ég fór að vinna með Ungliðahópnum.“ sKeMMTileg sUMARbúsTAðAFeRð En hvað er Ungliðahópurinn? ,,Í hópnum eru einstaklingar á aldrinum 18-29 ára og er hópurinn hugsaður sem úrræði fyrir ungt fólk til að hitta aðra í sömu sporum, jafnt fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og þá sem eiga nána aðstandendur sem hafa greinst. Markmiðið er að bjóða upp á skemmtilegt og spennandi félagsstarf. Meðlimir Ungliðahópsins fá líka tækifæri til að kynnast út á hvaða starf SKB, Krafts og Ljóssins gengur út á. Þetta er ótrúlega jákvæður hópur og við hittumst á tveggja vikna fresti. Í haust vorum við með kynningarfund, þar sem Rafn kynnti mig til sögunnar og í kjölfarið fórum við í sumarbústaðaferð. Þá kom sér vel að ég var með meirapróf og gat því keyrt rútuna, sem mætur maður, Gunnar Kristjánsson hjá GK-Rútum, var svo örlátur að lána okkur endurgjaldslaust. Við fórum á föstudegi í sumarbústað á Suðurlandinu sem er í eigu SKB en lokið var við byggingu hans síðastliðið sumar og ber hann hið skemmtilega nafn Hetjulundur. Þar var bara allt gert sem tilheyrir góðri sumarbústaðarferð, grillað, spjallað, spilað og farið í heita pottinn. Í ferðinni fórum við einnig á veiðisafnið á Stokkseyri og fyrir þá sem ekki hafa farið þangað þá mæli ég með því.“ HUgMyndARÍK og HRess Gunnar segir að það sé í raun Ungliðahópurinn sem hafi mikið um starfssemina að segja, það sé þeirra að koma með hugmyndir og svo hjálpist allir að því að gera þær að veruleika. ,,Við erum búin að fara í bíó og keilu og framundan er að búa til smiðjur og fá til okkar tónlistarfólk ásamt ýmsu öðru. “ Gunnar segir að það sé fastur kjarni sem mæti alltaf og samanstandi af 10-12 einstaklingum en hópurinn allur sé stærri. Aðrir reyni að koma þegar þau geta og nýliðar ávallt boðnir velkomnir. En hvaða máli skiptir það fyrir meðlimi að hafa þennan ungliðahóp? „Mín tilfinning fyrir þessum hópi er ótrúlega góð. Þau eru sérstaklega góð hvort við annað, maður bæði heyrir það og sér á þeirra samskiptum. Þau eru mjög samheldin og ekki langt í húmorinn. Þeim finnst bara gaman að hittast og gera skemmtilega hluti saman. Í ungliðahópnum, sem hefur verið að þróast á síðustu tveimur árum, er frábært tækifæri til þess. Sumir af þessum einstaklingum voru ekki tilbúnir til að hætta eftir að hafa tekið þátt í unglingastarfi eins og því sem SKB býður upp á og það var m.a. grundvöllurinn fyrir því að þessi hópur varð til. Það er líka gott að vita að við tekur eitthvað sem er spennandi." En hvað myndirðu vilja segja við þá sem eiga erindi en eru ekki enn komnir í ungliðahópinn? „Ef þig langar að gera eitthvað skemmtilegt, njóta þess að vera með hressu og skemmtilegu fólki og hafa áhrif á það sem gert er félagsstarfinu, endilega hafðu samband. Eins og ég segi alltaf, það eru enginn takmörk fyrir því sem við getum gert og ég fagna öllum nýjum hugmyndum og svo er bara að kanna hvort þær séu framkvæmanlegar og leggjast þá öll á eitt.“ Áhugasamir ungliðar geta haft samband við Gunnar í gegnum tölvupóstfangið gunnar83@ gmail.com eða á Facebook - Ungliðahópurinn. „Ef þig langar að gera eitthvað skemmtilegt, njóta þess að vera með hressu og skemmtilegu fólki og hafa áhrif á það sem gert er félagsstarfinu, endilega hafðu samband.” viðTAl

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.