Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 11

Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 11
Þú ert búin að vinna dálítið með fólki sem greinst hefur með krabbamein og endurhæfingu þess, telurðu að mataræði skipti máli meðferð þess og eftirmeðferð? ,,Ég get auðvitað ekkert alhæft um það en það sem ég hef heyrt á því fólki sem gætt hefur að mataræðinu og borðað hollan mat, segist finna að það geri sér bara gott. Vísindin hafa sannað að því betra sem mataræðið er því betri eru líkurnar á góðri heilsu, svo ég get bara ímyndað mér að það sama eigi við um veikindi og ef til vill sérstaklega er þá af því að líkaminn þá undir meira álagi." Hvað myndirðu ráðleggja eða hefurðu ráðlagt þeim sem eru í krabbameinsmeðferð eða endurhæfingu að borða? „Ég hef ráðlagt þeim að borða sem hreinastan mat, ég held að það skipti meginmáli. Það þýðir að borða sem minnst af unnum matvælum, sem oftar en ekki eru full af aukaefnum og sem minnst af tilbúnum mat. Ef ég tek dæmi um fiskibollur og muninn á unnum fiskibollum og heimalöguðum þá er hann mikill. Í síðara dæminum er fiskurinn keyptur, maukaður í matvinnsluvél og kryddaður, steiktur á pönnu eða bakaður í ofni. Unnar fiskibollur eru oftar en ekki með aukefnum og auk þess drýgðar með hveiti. Hann er því ekki eins hrein vara. Ég skal taka dæmi af fiskibollum sem einstaklingur ætlar að hafa í matinn. Í því tilfelli kaupir hann fiskinn, maukar hann í matvinnsluvélinni og kryddar sjálfur, steikir á pönnu eða bakar í ofni. Kjötbollur eru annað dæmi þar sem miklu betra er að búa þær til sjálfur í stað þess að kaupa þær út úr búð þar sem sett eru í þær bragðaukandi efni sem oft fer illa í maga. Þá er betra að kaupa hreint hakk og búa til kjötbollurnar frá grunni. “ næRingARRÍKT gRænMeTi og nAUðsynleg bæTieFni En hvað með grænmetis- eða ávaxtasafa sem gerðir eru í safapressu eða í blandara? ,,Jú, það er margir sem finna mikinn mun á að hefja daginn á grænum safa. Í honum getur verið grænkál eða spínat eða eitthvað grænt kál, agúrka, sellerí, smáepli, límóna eða sítróna sem búið er að afhýða og engiferrótarbiti svo dæmi sé tekið. Svo er gott að setja út í þetta ferskt kóríander eða aðrar kryddjurtir sem gaman er að leika sér með. Mér finnst mjög mikilvægt að fólk eigi sér einhvern uppáhaldssafa eða blöndu eða nokkra, sem það getur búið til sjálft, vegna þess að þeir gefa svo mikla næringu. Það er líka auðvelt fyrir líkamann að melta þá. Það er til dæmis mjög sniðugt að setja salat í blandara eða safapressu og drekka salatið stað þess að eyða góðum tíma í að borða það og tyggja. En er gott að taka inn fæðubótarefni, vítamín eða jurtalyf? ,,Flestir í dag þurfa að taka steinefni, vítamín og jafnvel einhver jurtalyf vegna þess einmitt að í dag er maturinn orðinn meira unnin. Fyrir um 50 árum var nánast allt grænmeti lífrænt, annað en í dag. Afleiðingin er sú að næringarinnihaldið hefur rýrnað. Og því þurfum við að taka einhvers konar bætiefni. “ Solla segir að íslenskur landbúnað sé almennt ekki lífrænn en nokkrir bændur hafi fengið lífræna vottun. ,,Ef ég ætti að velja fyrir mig þá myndi ég fyrst velja lífrænt, síðan íslenskt og síðan innflutt lífrænt.“ Hún segir að margt sé mjög hollt og án efa gott fyrir krabbameinssjúklinga eins og hveitgrasið sem fæst í Lambhaga í Grafarholti. „Það er hægt að kaupa hjá þeim bakka og þá er hægt að pressa hveitigras sjálfur. Það er líka hægt að kaupa í heilsubúðum ýmis græn duft ef maður hefur ekki tök á að pressa sjálfur. Þá er það oft þurrkað hveitigras eða bygggras.“ MATARæðIð SkIPTIR MáLI þAð þeKKjA AlliR sollU Í gló. Í MARgA áRATUgi HeFUR Hún eldAð HollUsTUFæði oFAn Í lAndsMenn seM HAFA TeKið þvÍ vel. þAð viTA Hins vegAR eKKi AlliR Að sollA HeFUR TAlsveRT Unnið Með KRAbbAMeinsgReindU FólKi ásAMT FoRseTAFRúnni oKKAR, doRRiT MoUssAieFF, og KennT þeiM HveRnig Megi úTbúA góðAn og HollAn MAT. Hún læTUR einnig FylgjA Með noKKRAR giRnilegAR UppsKRiFTiR. MATARæði Vísindin hafa sannað að því betra sem mataræðið er því betri eru líkurnar á góðri heilsu, svo ég get bara ímyndað mér að það sama eigi við um veikindi og ef til vill sérstaklega þá af því að þá er líkaminn undir meira álagi. „Flestir í dag þurfa að taka steinefni, vítamín og jafnvel einhver jurtalyf vegna þess einmitt að í dag er maturinn miklu meira unninn.“

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.