Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 13

Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 13
KRAFTUR 13 viðTAl Steinar B. Aðalbjörnsson greindist með krabbamein í eista árið 2000. ,,Ég var þá þegar orðinn íþróttakennari og var að læra næringarfræði í Alabama í Bandaríkjunum. Eins og svo margir sem greinast með krabbamein þá trúði ég ekki niðurstöðu læknisins sem taldi að það væri illkynja. Svo ég leitaði álits annars læknis, þriðja læknis, já og fjórða læknisins,“ segir Steinar og brosir. ,,Ég vissi ekki hvort ég ætti að láta taka eistað eða sjá til með framhaldið. Ég hef ávallt verið mikill aðdáandi hjólreiðakappans Lance Armstrong sem fékk krabbamein í eista eins og ég og ég vissi að Lance hefði fengið góða hjálp, svo ég ákvað að hringja í lækninn hans, Lawrence Einhorn. Ég bjóst svo sem ekki við svari en innan tveggja tíma hringdi hann aftur í mig. Hann lagði fyrir mig nokkrar mjög einfaldar en áhrifaríkar spurningar eftir að hafa heyrt mína sögu og hvað ég væri að spá í varðandi næstu skref: ,,Steinar, hvað ertu með mörg eistu?“ Ég svara „Tvö.“ Þá spyr hann ,,Hvað þarftu mörg eistu?“ Og ég svara „Eitt.“ Þá svarar hann því þannig til að ég væri sjálfur búinn að svara spurningunni minni hvort betra væri að halda eistanu eða ekki. Þremur dögum síðar fór ég í aðgerð þar sem eistað var fjarlægt. Steinar segir að sumir séu hissa á því að hann hafi upplifað krabbameinið sem jákvæða lífsreynslu. ,,Þegar maður fer í gegnum erfiðleika eins og þessa og hefur það af, verður maður sterkari á eftir.“ Steinar var í góðu formi þegar hann fékk krabbameinið og telur að það hafi hjálpað sér í gegnum áfallið að greinast með krabbamein. Hann segir að flest bendi til þess að þeir sem eru vel á sig komnir reiði betur af þegar kemur að þessum erfiða sjúkdómi þeim farnist bæði betur þegar kemur að andlega álaginu sem kemur í kjölfar greiningarinnar sem og því líkamlega sem oftast fylgir meðferð. KRAbbAMeinsgReindiR geTA sTUndAð HReyFingU En hvað með hreyfingu þegar fólk hefur þegar greinst með krabbamein? Er ráðlegt fyrir þá að hreyfa sig? „Svarið er í langflestum tilfellum jákvætt en þó með þeim formerkjum að hreyfingin henti hverjum og einum einstaklingi sem greinst hefur með krabbamein, það er hvers konar krabbamein er um að ræða og hvernig meðferð er háttað. Áður fyrr var algengara að einstaklingum væri ráðlagt að hreyfa sig sem minnst og hvílast á meðan á krabbameinsmeðferð stæði. Hugsunin var oft sú að einstaklingarnir væru undir gríðarlegu álagi og var talið óheppilegt að bæta við auknu álagi í formi hreyfingar. Þetta á vissulega við enn þann dag í dag en eingöngu í ákveðnum tilfellum. Nú eru flestir sammála því að ef hreyfingu verður við komið þá verður ávinningurinn sjáanlegur og vel mælanlegur og þá ekki síst í almennri, betri líðan þess, sem greinst hefur með sjúkdóminn.“ Steinar segir að það sé gott að gera æfingaáætlun á meðan krabbameinsmeð- ferð stendur. ,,Ávinningurinn felst meðal ÚT Að hjóLA MEð kRABBAMEIN „Þá daga sem vanlíðan er mikil má velja styttri vegalengdir til göngu eða styttri hjólaleiðir og fara jafnvel bara í heitu pottana í sundlaugunum ef slíkt er í boði.“

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.