Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 14

Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 14
viðTAl 14 KRAFTUR annars í meiri hreyfigetu, betra jafnvægi, betra viðhaldi á vöðvamassa, minni líkum á hjartasjúkdómum, betra blóðflæði til útlima, minni líkum á beinþynningu, aukinni sjálfsvitund og auknu sjálfstrausti. Þá getur hreyfing minnkað líkur á þunglyndi og félagsfælni, minnkað líkur á ógleði og þreytueinkennum og líklegra sé að þyngd haldist óbreytt. Ennfremur standa margir í þeirri trú að ónæmiskerfið haldist sterkara og sé því í raun stór þáttur í því að krabbameinssjúklingar nái sér fyrr eftir meðferðina. Langflestum ber þó saman um að heildarávinningur hreyfingar meðan á krabbameinsmeðferð stendur felist í auknum lífsgæðum einstaklingsins og með auknum lífsgæðum er mikið unnið í baráttunni við krabbameinið.“ einsTAKlingsMiðUð æFingAáæTlUn Steinar segir að mikilvægt sé að æfingaáætlunin sé gerð í samvinnu við krabbameinslækni viðkomandi og að hún sé sérsniðin að einstaklingnum. „Það þarf að taka mið af þeim meðferðum sem valdar eru, bæði skurðaðgerðum og lyfja- og/eða geislameðferðum þegar velja á líkamsrækt við hæfi því annars geti rangt álag á líkamann skapað hættu. Það er því mjög mikilvægt að ræða við lækninn sinn um fyrirhugaða líkamsrækt og fá hjá honum ábendingar og tillögur.“ Hann segir að nauðsynlegt sé að fara sér hægt í byrjun. ,,Hreyfing á meðan á krabbameinsmeðferð stendur þarf ekki að vera umfangsmikil, hún er fyrst og fremst ætluð til þess að halda í þau lífsgæði sem einstaklingurinn hefur og auka þau ef þörf er á. Nokkrar mínútur, nokkrum sinnum í viku geta skipt máli, hvert skipti getur skipt máli. Það er þó mikilvægt að muna að fara sér hægt og fyllast ekki ákefð, heldur muna að hafa líkamsræktina létta til miðlungserfiða. Það er gott að fara út að ganga úti í góðu veðri eða inni þegar veður er slæmt, léttur hjólatúr, sundferð, Pilates, jóga og fleira er af hinu góða og getur gert gæfumuninn. Mikilvægt er að koma aukinni hreyfingu á blóðið þannig að öll líffæri líkamans fá hæfilegt magn af súrefni til þess að takast á við þetta erfiða tímabil.“ AðlAgA HReyFingUnA Að lÍðAninni Steinar bendir á að hver og einn þarf að velja sér hreyfingu sem honum þykir skemmtileg, að öðrum kosti er ólíklegt að æfingaáætlun haldist. Þá skiptir miklu máli að gera sér grein fyrir því hvernig líðanin er. „Það getur verið mjög mismunandi frá degi til dags og jafnvel innan sama dags hvernig einstaklingum líður meðan á meðferð stendur. Þá daga sem vanlíðan er mikil má velja styttri vegalengdir til göngu eða styttri hjólaleiðir og fara jafnvel bara í heitu pottana í sundlaugunum ef slíkt er í boði. Þá daga sem vanlíðan er minni er hægt að lengja göngu- eða hjólatúrinn og taka einum eða tveimur sundferðum meira. Þegar ákefð eða lengd hreyfingar er ákveðin þá er líðan einstaklingsins og það sem hann ræður við í hvert skipti það sem mestu máli skipti.“ Hann segir einnig að hreyfingin verði mun skemmtilegri þegar einhver annar tekur þátt og því er nauðsynlegt, hið minnsta einstaka sinnum, að fá einhvern með sér, til dæmis einhvern úr fjölskyldunni. „Þegar krabbameinsmeðferð lýkur má halda áfram með sömu æfingaáætlun og þegar á meðferð stóð en eftir því sem þrek og þol einstaklingsins eykst má auka ákefð og lengd þjálfunar. Eins og alltaf er þó mikilvægt að hafa í huga hver á í hlut og hvaða krabbamein það var sem einstaklingurinn greindist með.“ „Hreyfing á meðan krabbameinsmeðferð þarf ekki að vera umfangsmikil, hún er fyrst og fremst ætluð til þess að halda í þau lífsgæði sem einstaklingurinn hefur og auka þau ef þörf er á.“ Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, sendi umsögn til heilbrigðisnefndar Alþingisnefnar þegar málið var í nefnd þar. Stjórn félagsins studdi umsögn þingsályktunartilögu um staðgöngumæðrun. Í umsögninni segir að Kraftur leggi mikla áherslu á mikilvægi þess að gæta réttar hlutaðeigandi í hvívetna, staðgöngumóður, barns sem og verðandi foreldra með tilkomu reglugerðar með vísan til laga sem leyfi fulla staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni eingöngu eins og þingsályktunartillagan segir til um. Kraftur telur að einungis þær konur sem geti ekki gengið með barn sjálfar eigi að eiga þess kost að nýta sér úrræði staðgöngumæðrunar að settum skilyrðum og telur að ábendingar fagaðila þar um séu skýrar og fullnægjandi. Eins leggur Kraftur áherslu á að ekki geti hvaða kona orðið staðgöngumóðir en þar sem staðgöngumæðrun er leyfileg eru gerðar kröfur um að líkamlegt og andlegt atgervi staðgöngumæðra standist kröfur fagaðila, þar með talið að staðgöngumóðirin hafi sjálf gengið með barn áður án fylgikvilla eða inngripa. kRAFTuR STyðuR STAðgöNguMæðRuN MeiRiHlUTi HeilbRigðisneFndAR Alþingis leggUR Til Að velFeRðARRáðHeRRA veRði FAlið Að UndiRbúA lAgAFRUMvARp seM HeiMili sTAðgöngUMæðRUn Í velgjöRðARsKyni.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.