Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 19

Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 19
KRAFTUR 19 MolAR KRAFTUR Í UngliðAHópnUM Vetrarstarf Ungliðahóps SKB, Krafts og Ljóssins er farið af stað á nýjan leik og óhætt að sega að hópurinn hafi verið mjög virkur síðustu vikurnar. Hann fór í keiluferð í október, skellti sér í kvikmyndahús á myndina Real Steel og á Steve O, allt á tæpum mánuði. Þar á undan höfðu þau farið í sumarbústaðaferð í Hetjulund, hvíldarheimili SKB. Það er óhætt að segja að það sé líf og fjör hjá Ungliðahópnum! Ungliðahópurinn er fyrir 18-29 ára og er hægt að finna hópinn á Facebook. AF HveRjU eR KRAbbAMein KAllAð þessU nAFni? Uppruna krabbameinsheitisins má rekja til forngrísku, þar sem karkinos þýðir krabbi, og til latínu, þar sem cancer þýðir krabbi. Sennilega er það lögun hins ífarandi vaxtar, það er angar og tungur æxlisins sem teygja sig inn í aðra vefi, sem veldur því að mönnum hefur dottið í hug samlíking við krabbadýr. Einnig hefur komið fram sú tilgáta að útþandar og blóðfylltar æðar sem stundum teygja sig út frá krabbameini geti líkst öngum krabbadýrsins. Loks hafa menn getið sér þess til að gríski læknirinn Hippókrates, sem uppi var um 400 f. Kr., hafi fyrstur notað heitið carcinoma, krabbaæxli. (Heimild: Vísindavefur HÍ) eR AllT KRAbbAMein lÍFsHæTTUlegT? Þessari spurningu var varpað á Vísindavef Háskóla Íslands og henni svaraði Helga Ögmundsdóttir, prófessor í læknisfræði, og er hér birt með hennar leyfi en hún uppfærði greinina samkvæmt nýjustu tölum. Einfalt og fljótlegt svar við þessari spurningu er nei. En við skulum líta örlítið nánar á þetta og þá blasir strax við að mikill munur er milli mismunandi tegunda krabbameina. Langt er síðan farið var að líta svo á að þær tegundir krabbameina sem helst leggjast á börn og ungt fólk séu læknanlegar. Þetta á til dæmis við um hvítblæði (blóðkrabbamein) í börnum og krabbamein í eistum sem leggst á unga karlmenn. Vissulega er meðferðin, sem eru lyf og geislar, mjög erfið og gengur hart að sjúklingunum, en nánast allir ná fullum bata. Ef við færum okkur svo upp í aldri verður brjóstakrabbamein næst fyrir okkur. Þetta er langalgengasta krabbamein kvenna og árlega finnst það hjá 195 íslenskum konum að meðaltali. Brjóstakrabbameinið byrjar að láta á sér kræla um fertugsaldurinn, en flestar konur sem greinast eru þó um og yfir sextugt. Í árslok 2006 voru rúmlega 2000 íslenskar konur á lífi sem einhvern tíma höfðu fengið brjóstakrabbamein. Um það bil 90% kvenna sem fá brjóstakrabbamein lifa í 5 ár eða lengur eftir að það uppgötvast og þetta hlutfall hefur aukist úr rúmlega 50% kringum 1960. Meðferðin er skurðaðgerð þar sem meinið er fjarlægt. Áður fyrr var allt brjóstið tekið en það er ekki gert lengur ef æxlið er lítið. Síðan tekur oft við meðferð með lyfjum og geislum í nokkra mánuði til þess að draga úr líkum á endurkomu meinsins. Frá 1988 er konum boðið að koma í röntgenmyndatöku annað hvert ár til að leita að brjóstakrabbameini og þetta hefur borið þann árangur að æxlin eru yfirleitt lítil þegar þau finnast, en það eykur líkurnar á lækningu. Hjá körlunum er krabbamein í blöðruhálskirtli algengast og fjöldatölur svipaðar og fyrir brjóstakrabbamein hjá konunum, en ýmislegt er þó ólíkt. Þannig voru tæplega 1500 karlar á lífi í árslok 2006 sem höfðu fengið krabbamein í blöðruhálskirtil. Hvers vegna eru þeir svona miklu færri en konurnar með brjóstakrabbamein? Í fyrsta lagi eru þeir eldri þegar sjúkdómurinn kemur fram, um og yfir sjötugt, og þá eru menn farnir að deyja úr ýmsum öðrum sjúkdómum. Í öðru lagi er ekki völ á eins góðri meðferð eins og við brjóstakrabbameini, en þar kemur reyndar á móti að þetta eru oft krabbamein sem fara sér hægt. Fimm árum eftir greiningu eru um það bil 80% enn á lífi. Oft hefur verið rætt um að hefja skipulega leit að þessu krabbameini en það er talsvert vandasamara en leitin að brjóstakrabbameini. Lítum á nokkur önnur dæmi: Krabbamein í ristli fá um það bil 100 karlar og konur á hverju ári og af þeim lifa rúmlega 50% í fimm ár eða lengur. Eitt svartasta dæmið er tvímælalaust lungnakrabbameinið og þar má segja að gömlu hugmyndirnar um að það að greinast með krabbamein sé dauðadómur eigi enn talsverðan rétt á sér. Árlega greinast um það bil 130 slíkir sjúklingar og aðeins 10% lifa lengur en 5 ár. Hægt væri að koma nánast alveg í veg fyrir þetta krabbamein með því að fólk hætti að reykja. Að lokum: Hvers vegna er alltaf horft á hlutfall þeirra sem eru á lífi eftir 5 ár? Ef ekki tekst að komast fyrir meinið er það langoftast búið að segja til sín aftur innan 5 ára, þannig að þeir sem hafa lifað sjúkdóminn af í 5 ár hafa líklega fengið lækningu. Vissulega eru undantekningar frá þessu, en því lengra sem líður án þess að sjúkdómurinn taki sig upp aftur því minni líkur eru á að hann geri það. óKeypis RáðgjAFAþjónUsTA Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er opin alla virka daga frá 9:00-16:00 og er að Skógarhlíð 8, 1.hæð. Þjónustan er fyrir alla þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hjá Ráðgjafarþjónustunni er haldið úti dagskrá sem vert er að kynna sér á www.krabb.is en í boði eru m.a. ýmis námskeið, fyrirlestrar og örráðstefnur. Það er hægt að bóka viðtöl hjá félagsráðgjafa í síma, 540 1912 eða hjá hjúkrunarfræðingi í síma 540 1916 eða í tölvupósti una@krabb.is, asdisk@krabb.is einnig er hægt að koma á staðinn. Athugið að nær öll þjónusta er ókeypis. þveRFAgleg FRæðslA á vegUM endURHæFingAR- TeyMis lsH Fræðslan er fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og er ókeypis. Henni hefur verið haldið úti í október og nóvember og hefur verið mikil ánægja með hana. Ný dagskrá er í smíðum en tveir fyrirlestrar eru eftir af núverandi skipulagi. Þann 6. janúar fjallar Hannes Bjarni Hannesson sjúkraþjálfara á LSH um þjálfun og hreyfingu og þann 13 janúar mun Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur LSH, tala um lyfin mín; almennar upplýsisingar um lyf og lyfjanotkun.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.