Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 25
L Æ KNABLAÐIÐ 13 liann því þar lil í ágúst 1927 að honum var veitt lausn frá em- bætli. Eftir það dvaldi hann i Rej'kjavík lengst af hjá mági simnn, Sturlu Jónssyni kaup- manni. Meðan liann var liéraðs- læknir i Stykkishólmshéraði var hann tvivegis settiir héraðs- læknir í Flateyjarhéraði. Árið 1881 kvæntist hann Arn- dísi Jónsdóttur, háyfirdómara Péturssonar, hinni mestu ágæt- is- og gáfukonu. Þeim varð sex barna auðið. Tvö þeirra dóu kprnung, en þrjú uppkomin. Meðal þeirra Sturla, afburða gáfumaður, en dó ungur, stú- dent. Aðeins eitt þeirra er á lífi, Asa, sem giftist enskum lög- fræðingi. Guðmundur hóf slarf silt réll fyrir dögun liandlækninganna og cr þær tóku að ryðja sér til rúnis, vaknaði áhugi hans fyrir þeim. Enda reyndist hann, er fram liðu slundir, heppinn og áræðinn skurðlæknir. Gerði hann í heimahúsum læknisað- gerðir, sem nú mvndi ekki talið fært að framkvæma annars staðar en i sæmilegu sjúkra- húsi. Þessar aðgcrðir hans heppnuðust venjulega vel. Ilann var ágælum gáfum gæddur og það á mörgum svið- um. Viðlesinn, ekki eingöngu i sinni fræðigrein, læknisfræð- inni, heldur og í öðrum fræði- greinum. Hann var vel að sér í fornfræði og sögu og hafði næman skilning á henni, en þó sérstaklega í nátlúrufræði. Ilann var óvanalega söngvinn (musikalskur) og hafði næmt eyra fyrir hljómlist. Ilann var gæddur geysifjör- ugu ímyndunarafli og hugrenn- ingatengsl hans stundum svo víðfeðm, að almenningur og fólk, sem þekkti hann litið, fylgdist stundum ekki með og liætti því við að telja hann við- utan. Einnig var hann orðlagð- ur fyrir hnittileg svör. Hann liafði mikinn áhuga fyrir verklegum og menningar- legum framkvæmdum, einkum þeim, sem lutu að búskap og ræktun landsins. í því sambandi voru honum falin ýms trúnað- arstörf. T. d. átli hann um skeið sæli í stjórn Garðyrkjufélags íslands. í Laugardælum gróður- setti hann viðiplöntur, sem hann mun hafa fengið frá Skot- landi, gróðursetli liann þær bæði heima að Laugardælum og í eyju í Ölfusá. Græðlingar af þessum plöntum voru svo fluttir í Alþingishússgarðinn og er það að sögn hinn kunni þingvíðir. Mun þessi áluigi fyrir skógrækt einsdæmi á þeim tima hér á landi. Guðmundur var á ýmsa lund langt á undan sínum tima og naut sín því ekki likt því eins og efni stóðu til. Það sýnir bezt álit það, er hann naut hjá heilbrigðisstjórn landsins, að á 10 ára tímabilinu 1879—1888, var hann oftast

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.