Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIR&SON. Meðritstjórar: BJÖRN SIGURÐSSON frá Veðramóti og JóHANNES BJÖRNSSON. 32. árg. Reykjavík 1947 3.-4. tbl. ‘ UM PKOUTOLOGI. C’L.ftir J/óLannei ÍJiörniion, clr. meJ. Fyrirlestur haldinn í I..H. jtann 11. des. 1946. Háttv. kollegar. Eftir að ég fór að starfa hér i Reykjavík sem sérfræðingur í melt- ingarsjúkdómum, bar það oft við, að til min leituðu sjúklingar með proctologiskar kvartanir, sem raun- ar eðlilegt er, þar sem proctologi er að sumu leyti skyldust melting- arsjúkdómum, sem organ speciale, þótt raunar séu það oft skurðlækn- ar, sem hafa þessa lilið læknisfræð- innar sem sérgrein. Þéssir sjúkling- ar voru mér ávallt þyrnir í augum, þar eð ég fann mig liarla kunnáttu- lítinn í þessari grein. Ástæðuna til vanþekkingar minnar má telja þá, að ég stundaði framhaldsnámið að mestu leyti í Danmörku, en þar i landi eru engar deildir eða stofnan- ir, sem fást við þessa grein læknis- fræðinnar eingöngu eða að mestu leyti. Ég afréð þvi á síðastliðnum vetri að reyna að gera einhverja yfirbót og leitaði fyrir mér hvert helzt skyldi halda. Af ýmsum ástæðum kaus ég St. Marks sjúkrahús í Lond- on. Þetta er elzta sjúkrahús i þeirri grein, stofnað 1835, og' meðal þeirra beztu, enda hefur það liaft mönn- um sem Lockhart-Mummery, og nú Milligan og Gabriel á að skipa, sem allir eru lieimsþekktir fyrir verk sín um proctologi. Það sýndi sig, að sjúkrahús þetta var mjög vel fallið til lærdóms, því þótt það sé ekki stórt, hefir um hundrað rúm, er við það tengd poli- klinik, sem sótt er af miklum fjölda sjúklinga. Við þetta sjúkrahús dvaldi ég að mestu leyti í þá tvo mánuði, sem ég var i London. Mér er ljúft að nota þetta tækifæri til að geta þess, að á St. Marks, sem og á þeim öðrum sjúkrahúsum, sem ég heim- sótti, mætti ég liinni mestu ljúf- mennsku og greiðvikni við tilsögn, og hefir mér oft dottið i hug, hvort við ekki sæktum framháldsmenntun of litið til Bretlands. Þó að vizka mín í proctologi risti ekki djúpt, afsaka ég framlileypni mina með því, að þessi grein læknis- fræðinnar hefir löngum verið oln- bogabarn hér á landi og raunar víð- ar, og mætti þvi vera, að eitthvað af þvi, sem ég hefi að segja, ætti er- indi til kolleganna. Ég vil taka frain, að svo til allt, sem hér er sagt, á rætur sínar að rekja til þess, sem ég sá á St. Marks sjúkrahúsi, og eru ýmsar tilvitnanir og þær mynd-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.