Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 16
42 LÆKNABLAÐIÐ þeí»ar roði og dálítill bjúgur var, æðateikningin niinnkuð eða liorfin, og stundum smá. slímliúðarsár. Ef meiri breyt- ingarvoru, fleiri og stærri slím- liúðarsár, ef þetta náði hátl upp og virtist mjög langvar- andi var það talið eolitis nl- cerosa. Meðferð þeirra sjúkdóma, er ég befi nú minnzt á, verður að sjálísögðu aðeins lýst i aðal- drátlum, þar sem tiiiii vinnst ekki lil annars. Ástæðurnar fyrir pruritus ani geta verið margar: van- hirða, mikill sviti, útferð, ])ara- sitar, sveppasjúkdómar og svo það, sem erfiðast er við að eiga, pruritus ani, af óþekktum uppruna. Ef ástæðan er þekkt, er meðferðin að fjarlægja hana- Sjúklingnum er ráðlagt al- mennt breinlæti, að þvo oft anal-regionina með góðri sápu, honum er ráðið frá að ganga i þykkum ullarnærbuxum í lilýju veðri. Hægðir eru lag- færðar. Sé útferð, er reynt að ráða bót á sjúkdómi þeim, sem benni veldur. Parasitum er útrýmt, hér á landi svo til eingöngu njálgur. Ef sveppir valda, eða ef grunur er um að svo sé, er sveppadrepandi upplausn roðið í kring um an- ns, daglega eða annan hvern dag. Nota má 1—2% upplaúsn af gentian violet i 20% spiritus- blöndn. Sjúklingurinn fær svo með sér upplausn (varast skal feitan áburð) sem er kælandi, kláðastillandi og sóttbreins- andi og getur hann notað upp- lausnina nokkrum sinnum á dag. Til þess má nota: phenol-, calamine preparatae aa gr. 2, zinci oxyd., glycerini aa gr. 1 aq. rosae gr. 8, suspensio magnii hydroxydi ad gr. (50, eða: solutio plumbi subacelatis gr. 1, methylalcohol gr. 15 aq. ad gr. (50. Ef sveppasjúkdómar eru annarsstaðar, t. d. támevra, er þeim útrýmt. Ef þetta liefir verið þraut- reynt án árangurs, verðnr með einhverjum öðrum ráðum að brjóta þann vitahring, sem fram er kominn. Sjúklinginn klæjar, hann klórar sér, það konia risptir og afrifur, sem in- ficerast, og bann klæjar enn- [)á meira. Til þessa eru allskon- ar aðferðir, alkoholinnspýting- ar, skurðaðgerðir o. f 1., og skal ekki frekar fara út í það hér. Hin eina „operativa“ aðgerð á St. Marks, var innspýting á deyfilyfjum, uppleystum i jurtaolium, i kring um anus. Sem deyfilög má nota: Nuper- caine l/> % benzyl alcohol 10%, phenol 1%, i oleum am- vgdalatis. Eftir að upplausnin hefir verið velgd, er dælt 15 cm3 af henni í gegn um 2—1 stungur utanfrá á allstórt svæði í kring um anus, djúpt undir húð (sjá 3. mynd). Nál- in er oft færð til, svo deyfi- lögurinn renni jafnt í vefinn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.