Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 20
46 LÆKNABLAÐIÐ fyrir ofan hringvöðvann cða ef hann stendur greinilega út, er hann klipptur sundur, þann- ig að slétt sé af inn í anus. Ef gangur er inn í þarminn liærra uppi, er hann ekki opnaður, en grófuni silkiþræði smeygt í gegnum liann pg bundið laust yfir. Gangurinn er nú klipptur upp viku síðar, og hefir þá myndast handvefur sem tengir saman spliincter-endana, og kemur þannig í veg fyrir incon- tinentia. Ef igerðin er stór, verður að framkvæma aðgerðina á sjúkraliúsi, og þá í mænudeyf- ingu eða svæfingu. Ef hún er lítil má framkvæma aðgerðina amhulant í staðdeyfingu, og er þá deyfileginum dælt inn fvrir utan bólgusvæðið. Meðferð sjálfrar fistulunnar fer eftir því hvernig gangurinn liggur. Ef þær eru subcutan eða opnast rétt fyrir ofan hring- vöðvann, er gangurinn klippt- ur upp á venjulegan liátt, og gengið frá sárinu sem að fram- an getur. Um 80% af fistulum eru þessarar tegundar. Um 1 ö% opnast ofar, en þó fvrir neðan ano-rcctalhringinn. Teoretiskt má ojma þessa fistuluganga á sama hátt, en með tilliti til þeirrar ógæfu, incontinentia, sem verður, ef skakkt er dæmt, og ano-rectalhringurinn skor- inn sundur, er rétt að gera þessa aðgerð i tveimur lotum. I fyrri lotunni er fistulugang- urinn klipptur upp inn að an- us, hringvöðvinn klipptur í sundur, og gengið frá sárinu á venjulegan hátt. Silkiþræði er síðan smevgt í gegn um fustulu- ganginn, Imýtt laust að, og gangurinn siðan klipptur upp eftir eina viku. Að endingu verða eftir um 5% af fistulunum, sem opnast inn í rectum fvrir ofan ano- rectalhringinn, eða enda blint i þeirri ha^ð. Þessa fistuluganga má ekki klippa upp, því þá myndast incontinentia. N'ið að- gerðina er kanninn látinn vera in situ, skinnið og subcutanvef- urinn skorinn burt á stóru svæði, jafnvel af allri fossa ischiorectalis. Farið er upp í kring um kannann eins hátt og með þarf. Sárið er síðan að vanda látið vera opið, og tam- ponerað laust. Þessi aðgerð gefur góða von um lækningu, en getnr þó hrugðizt, sérstak- lega ef fistulan er af berkla uppruna ,en um 15% af fistul- unúm eru berklakyns. Dermoidcystur voru skornar burt á venjulegan hátt. og þess gælt að skorið væri i heilbrigð- um vef. Ef vottúr var af in- fection var sárinu ekki lokað, og ekki fengizt um þótt það væri stórt um sig og djúpt. Ef fistilojiið fannst, var dælt inn í það litarefni, t. d. metliylen- hláma, til glöggvunar á hvort náðst hefði fvrir allan cystu- vefinn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.