Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 59 dropana, sem fást við eyrna- stunguna. Að jafnaði voru 300 leucocyt- ar taldir til flokkunar á hverri blóðstroku (stundum fleiri) og var talið þvert vfir strokuna á ýmsum stöðum. Auðvelt væri að meta flokk- unarskekkjuna hverju sinni, ef gera mætti ráð fyrir að dreif- ing allra hvitu blóðkornanna um blóðstrokuna væri eingöngu af handahófi. Ef 300 blóðkorn væru talin í einni stroku og -!0% þeirra licfðu reýnzt lymp- hocytar, þá væri kenniskekkj- an (,,standard“-skekkjan) 2.83, cn 3.46 ef aðeins 200 blóðkorn eru talin. Hin raunverulega lilutfallstala lymhpocytanna gæti því hæglega verið utan markanná 40% ±2.83 (líkur 31.7:100) og meira að segja ut- an markanna 40%. ±2x2.83, þ. e. < 34.3% cða > 45,7%, þótt likurnar til þess séu minni (4:100), og enn meiru getur skakkað. Þótt þessar lianda- hófsskekkjur við talningu hverrar stroku virðist nokkuð miklar, jafnast þær að miklu levti, er tekið er meðaltal nægi- legs fjölda. Sé um fámenna flokka að ræða, geta þær vald- ið nokkurri skekkjur á meðal- talinu, sem að vísu er venju- lega ekki tilfinnanleg nema lielzt, er vcga skal mismun tveggja eða fleiiá hópa. En hér er ekki öll sagan sögð. Þvi fer fjarri, að um hreina lianda- hófsdreifingu hvítu blóðkorn- anna um alla strokuna sé að ræða. Þau eru lang-þéttust i röndum og enda strokunnar, en þar eru þó ldutfallslega miklu færri lvmphocytar en um miðbik strokunnar. Það get ur þvi skakkað mjög miklu á flokkuninni, eftir því hvar tal- ið er. Skekkjur af þessum rót- um runnar er erfitt að meta, og torvelda þær mjög saman- burð á athugunum víðsvegar að. Verður vikið að þessu sið- ar. Hvita blóðmvndin er háð aldri, þannig, að á bernsku- og æskuárunum ber hlutfallslega mcira á lymphocytum en á full- orðinsaldri, og viðbúið er, að þeim fækki enn meir á efra aldri. Sennilega má ganga út frá því, að blóðniyndin sé nokkuð stöðug á aldrinum 20 —49 ára, og mætti því taka þann aldursflokk sem fulltrúa fullorðna fólksins. I þessum flokki voru hér alls 101 manns. Ekki hefir verið svnt svo ör- uggt sé, að munur sé á blóð- mvnd karla og kvenna, og kom heldur ekki fram hér svo mik- ill munur, að sönnunargildi liefði, enda tæplega við að bú- ast í svo fámennum liópi. Sama er að segja um flokkun eftir kaupstöðum og sveitum. Tafla I sýnir hvitu blóð- myndina eftir aldursflokkum og til samanburðar niðurstöðu- tölur þeirra J. St. og Th. Sk.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.