Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 4
114 LÆKNABLAÖIb hafa því tekið málið upp af fullum krafti, meðal annars með þeim árangri, að á sein- ustu 3 árum hafa komið fram 3 doklorsritgerðir um þetta efni, og fjalla þær allar eink- um um ófrjósemi karla. Mín takmarkaða þekking á þessum málum stafar mest af nánum kunningsskap og samstarfi við þessa þrjá kollega, en líka af þvi að ég hefi liaft tækifæri til að vinna í liálft annað ár með þeim lækni, Dr. Faher, sem fyrstur manna í Danmörku, og að því er ég hezt veit, fyrstur lækna á Norðurlöndum, hefir skorið karlmenn upp við ófrjó- semi, og liefi vegna velvildar lians haft tækifæri til að gera þessa operation. Sjálfstæðar rannsóknir licfi ég ekki gerl á þessu sviði. Þær tölur, sem ég tilfæri, eru flestar eftir Hammen og Varnek. / Þýzkalcincli fyrir stríð var talið, að um 20% af hjóna- böndum væru barnlaus, í Sví- þjóð 17%, í Frakklandi 20%, c.g sennilega eittlivað svipað í Danmörku. Barnleysi er al- gengara í hjónahöndum meðal skyldra en óskvldra. Um lilutdeild karlmannsins í barnlausum hjónaböndum hafa liinir ýmsu vísindamenn komizt að mismunandi niður- stöðum. Gúnther Sclmltze rannsakaði 1200 barnlaus hjónabönd og fann aðeins í 11% orsökina hjá karlmannin- um. Flestir aðrir höfundar gefa þó upp liærri hundraðs- tölu, allt upp í 00%. Hammen fann, að karlmaðurinn liafði minnkaða frjósemi í meira en helmingnum af barnlausum hjónaböndum. Flestir reikna ekki með, að hjónaband sé ófrjótt fyr en það hefir staðið í 2—3 ár án frjóvgunar, enda hafi þá ekki á neinu tímabili verið notaðar getnaðarvarnir. Heilbrigð lijón með eðlilegl kynferðislíf, liafa i 2.—3. ára hjónabandi haft 170 —2ö0 cohabitalionir. Ef gert er ráð fvrir 13 egglosum á ári, og að sæði og' egg Iiafi 2ja daga sameiningarmöguleika við Iivert egglos, hafa á 2—3 árum verið 17—26 frjóvgunarmögu- leikar. Útreikningurinn er gerður af Hammen, og hefi ég ekki yfirfarið hann. — Þetta geta ekki talizt ýkja margir möguleikar hjá manneskjunni, sem er ófrjósamari en nokkur önnur skepna. Til samanburð- ar má geta þess, að það þykir mjög lélegt hjá nautgripum, ef ekki verður frjóvgun til jafn- aðar við annað hvert samræði, svo mikil er frjósemin þar. — Þar sem frjósemin er svona lít- il hjá fólkinu, virðist varla á- stæða til að fara að rannsaka barnlaus hjónabönd fyr, en þau hafa staðið í 2 ár að minnsta kosti. Hammen vill þó byrja að rannsaka þegar eftir eins árs

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.