Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 123 an var speninn nær allur í sári með vilsu og skorpum. Um langt skeið var ákaflega erfitt að mjólka sumar kýrnar. Við eftirgrennslun tveim mánuðum eftir sýkingu kom í ljós, að síðustu sárin voru þá alveg nýgróin. Þar sem mjög erfitt var að handmjólka kýrn- ar vegna sáranna, voru þær mjólkaðar með legg, sumar vikum saman. Margar kýrnar fengu júgurbólgu af þessari meðferð og kýr, sem voru í hárri nvt geltust nær alveg. Af þessum ástæðum revndist nauð synlegt að slátra fjórum af tiu kúm á heimilinu nú í haust. Sýking þessi liefir þannig orðið mjög tilfinnanlegt fjár- hagslegt áfall fvrir heimilið. Bóndinn á bænum fann til cymsla i liendi 1. sept. Hann liafði þá bólguþykkildi með sprungu í greip á v. hendi. Einnig svipað rauðleitt jjykk- ildi í húð framarlega á visi- fingri. Þ. (i. sept. bvrjaði svæsin sliðhúðarbólga á v. auga og um svipað leyti lymphangitis i v. handlegg, sem virðist stafa frá sprungunni í greipinni. Bóndinn var sendur á sjúkra- hús í Reykjavik vegna blóð- eitrunar og dvaldi þar um hálf- an mánuð. Samkvæmt uþplýsingum Kristjáns Sveinssonar augn- læknis liafði hann allsvæsna conjunctivitis með sárum, og útbrot á limbus og á neðra augnloki. Augnlæknirinn telur vafalaust, að þetta hafi verið bóluútbrot. Augnhimnubólgan batnaði eftir 5—6 daga. Hand- armeinið batnaði einnig við handlæknismeðferð og penicil- lin gjöf, en verkir og eymsli héldust nokkurn tíma á eftir. Unglingspiltur af næsta hæ byrjaði að mjólka sjúku kýrn- ar að kvöldi 3. sept. í sjúkdóms- forföllum bóndans, þrem dög- um siðar varð pilturinn slæmur i fingri á hægri hendi, og tals- vert stórt rautt mjúkt infiltrat á fingrinum. Þessi bólga hélzt nokkra daga, og var hann frá verki i vikutima en ekki varð verra úr. Þykir liklegt, að þetta liafi einnig verið kúabóla, og liafi hún komið fram eftir svo stutt- an tíma, þar eð, pilturinn Iiafði áður verið bólusettur og liefir þannig haft verulegt ónæmi gegn sjúkdómnum. Leit að virusi: Svo virðist af framansögðu, sem kýrnar hafi tekið kúabólu af bólusettu börnunum, og þær síðan aftur smitað þá tvo menn, sem mjólk- uðu þær, annan þeirra með talsvert alvarlegum afleiðing- um. Til að sanna fullkomlega, að sjúkdómur kúnna Iiati verið kúabóla var þó nauðsynlegt að finna kúabóluvirus í hinum skemmda vef. Til þess var valin sú að- ferð að reyna að sýkja horn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.