Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 11
L Æ K N A B L A Ð I Ð 133 þeir eru sóttir á, geta ratað hér í þungar raunir og sárar sam- vizkukvalir eftir á, ef þeir eru ekki alltaf viðbúnir — með verkfæri, umbúðir og allt sem til kviðristu þarf, í töskunni, og tvennt til aðstoðar sér á næstu grösum, ef svæfa þarf sjúkl. við hnifsaðgerð. Sjúklingurinn er í skyndi fluttur á sjúkrahús, þar sem jiess er nokkur kost- ur. Ef skiljTrði eru fyrir flutn- ing á sjúkling með flugvél má vitaskuld flytja jjessa sjúkl- inga ekki síður en fæðandi konur, eins og borið hefir við hér á landi, þar sem aðstaða i heimahúsum hefir verið afar ill til hnífsaðgerða. Hnifsað- gerð á fylgikvillalausum eggja- stokksæxlum er tíðast tiltölu- lega einföld, óhrotin og hættu- lítil. Ef stutt er liðið frá snún- ing, má aðgerðin teljast hættu- lítil. Batahorfur versna, því lengra sem frá líður, j)ó seinni tíma lyf (sulfa-, penicillin og streptomycin) hafi hér eitthvað bætt úr skák, sem koma jjá til notkunar að hnífsaðgerð lok- inni, og rétt á undan henni. Áður fyrr gerðu læknar 6—8 sm. kviðristu í miðlínu milli nafla og lifheins, stungu inn í æxlið og tæmdu úr jjví með viðri holnál. Betra er að forðast slíkt umstang og liafa skurðinn stærri, jjví hann grær eins fljótt og sá minni og jafn traustlega. Því lengja má skurðinn uppeft- ir svo sem þörf krefur. Skurð- urinn saumast saman i 4 lögum. Hvort sem aðgerðin fer fram i heimahúsum, sem verður að vera í sárri neyð, eða á sjúkra- húsum, skiptir sóttkveikjuvar- úð (aseptik) og hlóðstöðvun (hæmostase) hér mestu máli, eins og við allar hnífsaðgerðir. Að gera aðgerðina um leggang (vaginalt), kemur ekki til greina við snúning stærri eggja- stokksæxla, heldur aðeins á þeim sem lítil eru og fylgi- kvillalaus. í almennu læknis- starfi hefi ég haft 4 konur með jjessum fylgikvilla og viðhaft á þeim hnífsaðgerð á sjúkra- húsi Vestm.eyja með aðstoð góðra kollega. Skal þessa að endingu stuttlega getið. 1. G. P. gift, 29 ára, Ve. Að- gerð 20/5. 1930, eftir 10 klst. frá byrjun snúnings. Þegar kviðurinn var opnaður var fullt af blóði úr nýsprungnu svörtu og svarhláu eggja- stokksæxli, sem var marg- snúið um strenginn. Vóg (tæmt) 2Y2 kg. Sótthiti und- an aðgerð 38,5° P. 110. Heilsaðist vel eftir á. Greri pr. pr. Enn á lífi. 2. M. J. ógift, 72ja ára, af Aust- urlandi. Aðgerð 8/7. 1932, eftir rúnia 4 tíma frá því hún snögglega veiktist. Æxlið dökkt á lit, þrísnúið um streginn. Vóg 3 kg. (með nokkru af innihaldi). Sótt- hiti undan aðgerð 38°, P.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.