Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 14
136 LÆKNABLAÐIÐ líf og fjör og þangað vildu all- ir aftur koma. Ég sá fljótlega, að Kristján hafði valið réttan stað til fram- haldsnáms þennan tíma, sem ég var með honum í Rochester, því ég hefi aldrei séð hann á- nægðari en þá. Honum gekk námið ágætlega og varð fljótt afar vinsæll meðal starfsbræðra sinna, og kennarar hans höfðu mjög mikið álit á Iionum, sem sjá má bezt á því, að honum var boðin staða við Mayo Cli- nic að loknu námi þar. Kristján var líka i töluverðum vafa um, hvað hann ætti að gera, en heima beið ungur sonur, sem þau hjónin höfðu skilið eftir aðeins 2ja ára gamlan hjá for- eldrum þeirra, er þau fóru vest- ur, og svo höfðu þau eignazt litla dóttur í Rochester, sem þau komu heim með aðeins nokkurra mánaða gamla seint á árinu 1946. Kristján byrjaði að starfa sem læknir hér í hænum rétt fyrir áramótin, J)á yngsti starf- andi læknir í Reykjavík, og hafði því verið læknir hér í bænum í rúmlega 8 mánuði, er hann féll frá svo sviplega. Atta mánuðir er ekki langur starfsferill, en á þessum stutta tíma sýndi Kristján vel, hvers vænta mátti af honum. Hann varð líka strax mjög vinsæll og heppinn læknir og hafði fengið mikinn praxis á þessum stutta tíma. Hann kom betur útbúinn að öllum tækjum og áhöldum en títt er um unga lækna. Ég aðstoðaði hann öðru hverju við uppskurði þennan stutta tíma og þar reyndist hann ágætlega að sér, bæði á- ræðinn og öruggur. Kristján heitinn átti líka mik- ið af þeim eiginleikum, sem eru nauðsynlegir góðum lækni. Framkoma hans vakti strax traust og hann var ágætlega menntaður, glaður og mjög ó- sérhlífinn. Honum var gefið ó- venju mikið starfsþrek, enda var hann stálhraustur og ágæt- ur íþróttamaður. Enn fremur var hann svo greiðvikinn, að hann vildi hvers manns vand- ræði leysa. Hann var mjög „collegial“, vildi sem hezta sam- vinnu við aðra lækna og veg læknastéttarinnar sem mestan, og var alveg mótfallinn því, að þeir hokri hver í sínu horni. Aðaláhugamál hans var að upp kæmist stór klinik með öllum nauðsynlegum tækjum og að- stoðarfólki, þar sem læknar gætu unnið saman og notað sérþekkingu sína sem hezt. Fyr- irkomulag þeirra vildi hann sníða eftir þeim beztu, er þekkt- ar eru. Hann áleit, að þessi sér- fræðingaöld sýndi það ljóslega að sá tími væri liðinn, sem nokkur einstakur læknir gæti tileinkað sér nema litinn hluta af læknisfræðinni og með því að læknar ynnu saman mætti vænta betri árangurs og fljót-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.