Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 16
138 L Æ K N A B L A Ð 1 í) sér g^ein fyrir og fylgjast með því, scm gerzt hefir á sviði heil- brigðismála og menningarmála í heiminum, þar sem ekki hefir verið völ neinnar hentugrar handbókar, erlendrar eða inn- lendrar, um jjessi mál. Nú hefir Vilmundur Jónsson landlæknir unnið það þarfa verk, að draga saman í liéildarriti það helzta, sem snertir jjetta efni. Bók jjessi cr nýútkomin sem fylgirit með heilbrigðisskýrslunum 1944 og heitir „Alþjóðasamvinna um heilbrigðismál“. Mér er ekki kunnugt um, að nein alþjóðleg læknasamtök, sem nokkuð hefir að kveðið, hafi starfað fyrr en stofnað var Alj)jóðasamhand lækna (L’asso- ciation Professionnelle Interna- tionale des Medecine). Komst það á fót skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Var það eink- um hundið við Evrópu, en j)ó sérstaklega við meginlandið. Það hafði höfuðbækistöðvar í París og aðalskrifstofa þess var í sambandi við skrifstofur Franska Læknafélagasambands- ins. Eina viðurkennda tungu- málið var Franska. Starfsemin var einkum innifalin í hréfa- viðskiptum við samhandsfélög- in og fundahöldum. Ank þess gaf það út tímarit. Aðalritari j)ess mestallan tímann, sem það starfaði eða frá 1925— 1939, var Dr. Fernand Decourt. A meðan síðari heimsstyrj- öldin geisaði lá starfsemi j)essa félags niðri, en í lok hennar var ýmsum málsmetandi læknum orðið það ljóst, að alþjóðafé- lagsskapur lækna gæti gert ó- metanlegt gagn á sviði heil- brigðis- og félagsmála. Fyrir at- beina Brezka Læknafélagsins (British Medical Association) komu nokkrir læknar saman á fund í London í júní 1945, þar á mcðal voru nokkrir erlendir læknar, sem J)á voru staddir í Bretlandi. Eftir þennan fund hóf Brezka Læknafélagið (B. M.A.) og Alj)jóðasamband lækna (A.P.I.M.) undirbúning að stofnun alj)jóðalæknafélags. Var ákveðið að halda undir- búningsfund í London í sept. 194(5. Læknafélögum 45 J)jóða var hoðið að senda fulltrúa á þennan fund, J)ar á meðal Læknafélagi Islands, og varð það við þeim tilmælum. Fund- inn sóttu 43 fulltrúar frá 38 löndum. Al' hálfu Læknafélags Islands mætti sem fulltrúi Karl Strand. Auk fulltrúanna mættu 32 áheyrendur. A fundi þessum var ákveðið að stofna alj)jóðalæknafélag á miklu hreiðari grundvelli cn hið gamla hafði verið. Til J)ess að undirbúa félagsstofnunina vorn ráðnir tveir hráðabirgða- ritarar, þeir Charles Ilill, ritari Brezka Læknafélagsins og P. Cibrie, ritari Franska Læknafé- lagasamhandsins. Auk þess var kosin 9 manna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.