Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1947, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.12.1947, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 147 gangur og hiti. En J)að sameig- inlega öllum þessum einkennum er það, að þau eru öll inkon- stant, þegar um berkla er að ræða og í öðru lagi, öll sam- eiginleg berklum og ýmsum öðrum sjúkdómum. Hósti og uppgangur fylgja engu síður lungnakvefi (bronchitis sim])- lex) eða bronchiectasium, sem sjálfsagt eru algengari en al- mennt er gert ráð fyrir, en þeim fylgir oft blóðhósti, meiri eða minni, auk almennra einkenna, líkt og við berkla. Þá má nefna lungnabólgur, Boecks sarcoitl, illkynja æxli, sulli, infarcta o. fl. Það er því augljóst, að grein- ing lungnaberkla getur ekki hvggzt eingöngu á sjúkdóms- sögunni né einkennum sem sjúklingurinn lýsir, heldur verð- ur lnin að byggjast á rannsókn á sjúklingnum sjálfum. Ég skal þá minnast stuttlega á þær rannsóknar aðferðir, sem algengast er að nota. Maður virðir sjúklinginn fyr- ir sér og gerir sér grein fyrir ástandi hans almennt, og er ekki ástæðulaust að minna lækna á, hve mikilsverður liður þetta mat er í rannsókn á hverj- um sjúklingi. Það er þó ekki þýðingarmest við greininguna, heldur þegar að meðferðinni kemur, að meta þarf hvaða að- gerð hæfi sjúklingnum. 1 sambandi við almenna athugun á sjúklingnum, má geta þess, að allar „konstitu- tions-typur“ fá lungnaberkla. Það er einnig vert að hafa í huga að berklasjúklingur, sem kemur í lækuingastofu, hefir iðulega, ef ekki í flestum til- fellum, sæmilega hraustlegt út- lit, en sé hann orðinn veikinda- legur má húast við að sjúkdóm- urinn hafi þegar náð allmikilli úthreiðslu. Aldur sjúklinganna er oftast milli fermingar og þrítugs, en þó verður að gera ráð fvrir að berklar finnist í fólki á öllum aldri, allt fram yfir áttræðisald- ur. Það má' því jafnlítið reiða sig á aldurinn og útlitið. Um leið og almenn skoðun er gerð á sjúklingnum, er vert að gá sérstaklega að örum eftir fistla, t.d. á hálsi, ýfir sternum og víðar. Jafnframt er þreifað eftir eitlabólgum. Hlustunin hefir, á síðari ár- um, orðið hálfgert olnhogabarn hjá berklalæknum, horið sam- an við það sem áður var. Svo mikið kveður að þessu, að hlustun er venjulega sleppt, í hóprannsóknum vegna berkla- veiki, og þykir ekki eyðandi tíma í hana. Röntgenskoðunin hefir flett mjög ofan af hlustun- inni og sýnt hve svikul hún er, þar sem það er algengt að ekk- ert heyrist, þó að um sár í lungum sé að ræða. Ekki er þó hægt, né æskilegt, að leggja hlustun niður sem rannsóknar- aðferð, einkum vegna sjúklinga, sem aðeins er hægt að koma við

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.