Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1947, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.12.1947, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 149 sérstök blóðmynd cr „specific" fyrir berkla, svo jjcir verða ekki greindir af henni. Stundum cr 1)6 stoð í blóðmvndinni, til þcss að útiloka vissa sjúkdóma, scm hafa sérkennilega blóðmynd. Þyngd og hæð er rctt að mæla, til þess að fá í tölum mat á holdafari sjúklinganna. Þyngdin er auk þcss talsvert mikils virði, til þess að fylgjast mcð hvernig sjúklingunum vegnar síðarmeir. Það þykir liezt, að sjúkl. séu í meðal- cða góðum meðalholdum, það scm þar er framyfir er af hinu illa, og eykur lungunum aðeins erl'- iði. Þær rannsóknar aðferðir, sem hér hafa verið taldar, gefa ekki sjúkdómsgreininguna, lungna- berkla, og geta aðeins talizt hjálparrannsóknir. Enn eru ó- taldar þær tvær rannsóknir, sem greiningin hvílir fyrst og fremst á, en það er leitin að berkla- sýklunum og röntgenskoðunin. Hafi sjúklingur uppgang er allt- af ástæða til að rannsaka hann vegna T.B. Rannsóknaraðferð- irnar eru: Smásjárrannsókn, án eða með „homogeniseringu“, ræktun og dýrapróf. Til þess að smásjárrannsókn sé jákvæð, er talið að þurfi um 10—100 þús. sýkla, í hverjum rúmsentimetra, en ræktun og dýrapróf jákvætt þótt aðeins séu 1—10 sýklar í sm.3. Þetta sýnir ljóslega hve munurinn er geysimikill á ræktun og beinni smásjárrannsókn. Þess ber þó að gæta, að stökkið er ekki alltaf mikið milli þcssara rannsóknar- aðferða, heldur ganga þær án skarpra marka, hver yfir í aðra. Þannig er það talin slæleg smá- sjárrannsókn, sem ekki leið- ir í ljós sýkla, þegar ræktun sýnir óteljandi sýklahrúgur (coloniur). Þó að ræktanir og dýrapróf séu allnákvæm, getur einstök neikvæð rannsókn ekki talizt örugg, hver aðferðin sem notuð er, og alltaf finnst í fleirum, ef leitað er oftar en einu sinni. Þegar fylgst er með gangi veikinnar, í hcrklasjúklingum, eru smásjárrannsóknir ófull- nægjandi, þótt endurteknar séu, t.d. mánaðarlega. Því fjöl- hreyttari rannsóknaraðferðir sem viðliafðar eru og því oftar sem þær eru gerðar, því fleiri finnast „opnir“. 1 þessu samliandi má t.d. minna á einn liðinn í rannsókn- um dr. Óla Hjaltested, í dokt- orsriti hans, þar sem skýrt er frá 125 brjósthimnubólgu- sjúklingum, en í þeim hópi reyndust 14% jákvæðir, í einrii ræktun úr magaskolvatni. 1 öðru lagi var það, að sýklar fundust oftar, ef leitað var snemma í sjúkdómnum.Þetta er vel athugandi fyrir lækna, sem stunda sjúklingana í byrjun. Ef til vill tapast oft sönnunin fyrir ætiologi lungnasjúkdóms- ins, af því að ekki er nógu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.