Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 12
128 LÆKNABLAÐI1) Tafla I. Hœð íslendinga á ýmsum tímum. Tímabil á1 $ O o X o+ Aldur rannsak. Fjöldi rannsk. Hæð cm. Hæðar- auki á tímab. Hæðar- auki á áii Fjöldi rann- sakaðra Hæð cm. 900—1000 26 168,6 20 154,9 91,8 1000—1550 41 168,9 47 154,7 91,6 1910—’14 20(17)—48 383 172,838 26,4 0,708 ca. 0,08 1920—’23 20—40 844 173,546 26,9 . 2,338 ca. 0,1 1946 19—60 1001 175,884 1000 162,452 | 92,36 Fyrsta taflan sýnir hæð ís- lendinga á ýmsum tímum. Hæðin í heiðni og kaþólskum sið er útreiknuð af lengd út- limabeinanna samkv. formúlu „e“ og „k“ eftir Pearson. Þess- ar hæðir eru því ekki fyllilega sambærilegar við mælingarnar sem gerðar eru á mönnum, en ég hygg að þær séu nærri lagi. Mælingarnar 1910—’14 eru dregnar saman úr þremur átt- um, sem sé 262 menn, er D. Sch. Thorsteinsson (2) mældi í ísafjarðarhéraði, 67 nemend- ur í Hvanneyrarskóla er Páll Jónsson (3) mældi og 54 ís- lenzkir námsmenn í Höfn, sem H. Ribbing (4) mældi. Mæling- arnar 1920—23 eru rannsóknir Guðmundar Hannessonar (5) og loks eru svo mælingarnar 1946 er vegabréfaeftirlit lög- reglunnar gerði. Lögreglan not- aði hæðarmæli úr tré við mæl- ingarnar og mældi konur á sokkaleistunum en karla í skóm og drógu 2 cm. frá fyrir hæla og sólaþykktinni. Þetta gerir auðvitað hæð karlmanna dálítið óábyggilega, en sá er mældi sagðist hafa reynslu fyr- ir því, að þessu munaði að jafn- aði á hæð karla í skóm og á sokkaleistum. Rautmann (Mar tin 1928, bls. 117) mældi her- menn í skóm og berfætta og fann 2,95 cm. mun að meðal- tali, en hermenn eru á veiga- meiri skóm en almenningur, svo trúlega eru 2 cm. nærri lagi. Vera má, að mælingar lög- reglunnar, sem ekki eru gerðar með það fyrir augum að fá ná- kvæmt meðaltal af hæðinni, séu ekki eins nákvæmar og hin- ar mælingarnar, sem eru gerð- ar beint í þeim tilgangi, en um það, hvort munur sé af þeim orsökum, er ekkert hægt að segja. Önnur atriði, en mis- munandi mælingaraðferðir, er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.